Lars: Berum einhverja virðingu fyrir Ungverjalandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 10:30 Lars Lagerbäck. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, segir frammistöðu ungverska liðsins gegn Austurríki ekki hafa komið sér á óvart en Ungverjaland vann að flestra matri gríðarlega óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppni EM 2016. Ísland og Ungverjaland mætast á Stade Vélodrome í Marseille klukkan 16.00 í dag en leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Sigur kemur Ungverjum pottþétt áfram í 16 liða úrslitin og jafntefli ætti að gera það sama. Ísland þarf helst að vinna. „Frammistaða Ungverjalands gegn Austurríki kom mér ekki á óvart. Við höfum séð að ungverska liðið er vaxandi og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir því,“ sagði Lars á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær en það var eins og Lars nýtti tækifærið til að skjóta aðeins á Austurríki sem Ísland mætir á Stade de France 22. júní. „Það kom mér á óvart að Ungverjaland lét Austurríki líta ekki nógu vel út. Það er erfitt að segja hvað réði för þar en Ungverjaland er með mjög skipulagt lið. Við eigum von á góðum leik en við þurfum að spila sem lið.“ Ungverjar verða án síns aðal hægri bakvarðar í leiknum í dag vegna meiðsla en hvernig mun það hjálpa íslenska liðinu? „Það er erfitt að segja,“ svaraði Lars. „Maður vill helst hafa leikmennina sem byrja flesta leiki. Það er erfitt fyrir okkar sóknarmenn að ætla bara að sækja á ákveðinn kant en ef þeir finna fyrir veikleika á einhverjum stað á vellinum þá ráðast þeir á hann,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta, segir frammistöðu ungverska liðsins gegn Austurríki ekki hafa komið sér á óvart en Ungverjaland vann að flestra matri gríðarlega óvæntan sigur á Austurríki í fyrstu umferð riðlakeppni EM 2016. Ísland og Ungverjaland mætast á Stade Vélodrome í Marseille klukkan 16.00 í dag en leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Sigur kemur Ungverjum pottþétt áfram í 16 liða úrslitin og jafntefli ætti að gera það sama. Ísland þarf helst að vinna. „Frammistaða Ungverjalands gegn Austurríki kom mér ekki á óvart. Við höfum séð að ungverska liðið er vaxandi og við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir því,“ sagði Lars á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær en það var eins og Lars nýtti tækifærið til að skjóta aðeins á Austurríki sem Ísland mætir á Stade de France 22. júní. „Það kom mér á óvart að Ungverjaland lét Austurríki líta ekki nógu vel út. Það er erfitt að segja hvað réði för þar en Ungverjaland er með mjög skipulagt lið. Við eigum von á góðum leik en við þurfum að spila sem lið.“ Ungverjar verða án síns aðal hægri bakvarðar í leiknum í dag vegna meiðsla en hvernig mun það hjálpa íslenska liðinu? „Það er erfitt að segja,“ svaraði Lars. „Maður vill helst hafa leikmennina sem byrja flesta leiki. Það er erfitt fyrir okkar sóknarmenn að ætla bara að sækja á ákveðinn kant en ef þeir finna fyrir veikleika á einhverjum stað á vellinum þá ráðast þeir á hann,“ sagði Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30 „Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30 Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00 Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Sjá meira
Kolbeinn: Stress yfir að missa af EM en nú finn ég ekki fyrir neinu Strákarnir koma vel gíraðir og vel undirbúnir fyrir stórleikinn gegn Ungverjalandi í Marseille í dag. 18. júní 2016 09:30
„Vonuðum bara að ungverska liðið yrði ekki þjóðinni til skammar“ Væntingar Ungverjalands voru ekki miklar fyrir Evrópumótið en þær eru öllu meiri eftir frækinn sigur á Austurríki. 18. júní 2016 13:30
Aron Einar: Það eru allir bilaðir heima og við fögnum því Strákarnir okkar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar heima á Íslandi sem og í Frakklandi. 18. júní 2016 12:00
Ungverskir stuðningsmenn bjartsýnir: „Við ætlum að taka þrjú stig“ Stuðningsmenn bæði Íslands og Ungverjalands hafa sett skemmtilegan svip á Marseille í dag og í gær. 18. júní 2016 11:30