Erlent

Hafa numið merki frá neyðarsendi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá minningarathöfn í Egyptalandi.
Frá minningarathöfn í Egyptalandi. Vísir/AFP
Leitaraðilar í Miðjarðarhafinu hafa numið merki frá öðrum neyðarsendi flugvélar EgyptAir. Franskt leitarskip fann merkið og er nú leitað að því nánar. 66 manns voru um borð í flugvélinni þegar hún hrapaði í hafið á leið frá París til Kaíró þann 19. maí.

Ekkert er vitað um hvers vegna flugvélin brotlenti og voru engin neyðarskilaboð send. Flugritarnir eru taldir búa gögnum sem sem gætu sagt til um hvað hafi gerst. Ekki er búið að útiloka hryðjuverk en engin samtök hafa lýst yfir ábyrgð.

Samkvæmt BBC er nú á leið á svæðið sérstakt leitarskip sem ber vélmenni sem geta náð þrjú þúsund metra dýpi. Skipið verður komið á svæðið í næstu viku og mun hjálpa til við að reyna að ná flugritunum af botni Miðjarðarhafs.


Tengdar fréttir

Myndir birtar af braki úr flugvélinni

Í ljós hefur komið að flugvél EgyptAir var beygt mjög snögglega áður en hún brotlenti í Miðjarðarhafið og að reykur hafi greinst um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×