Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. júní 2016 23:17 Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. vísir/gva Þrettán þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að utanríkisráðherra skuli sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Geimvísindastofnun Evrópu var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana. Í greinargerð með tillögunni segir að mikil þörf sé á að stjórnvöld móti atvinnustefnu á Íslandi með nýjum vaxtartækifærum svo vel menntað vinnuafl nýtist til fulls. Með aðild að stofnuninni sé hægt að efla atvinnumöguleika á sviði tækni og vísinda hér á landi. „Tillagan felur í sér aukningu á útgjöldum ríkissjóðs en sú aukning ætti að skila sér til baka í formi verkefna sem síðan styðja við innlendar rannsóknir, ásamt því að veita ný menntunar- og atvinnutækifæri til frambúðar,“ segir meðal annars í greinargerðinni sem lesa má í heild sinni hér. Allir þingmenn Pírata standa að tillögunni. Þá koma níu þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum, þrír úr hverjum þeirra. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, er eini meðflutningsmaður meirihlutans.Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði í fyrirsögn að ályktunin sneri að Geimferðastofnun Evrópu. Það er rangnefni sem hefur nú verið leiðrétt. Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Þrettán þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að utanríkisráðherra skuli sækja um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson. Geimvísindastofnun Evrópu var sett á laggirnar árið 1975 og eru aðildarríki hennar nú 22 talsins. Öll Norðurlöndin eru aðilar að ESA, að frátöldu Íslandi. Helstu verkefni stofnunarinnar lúta m.a. að framkvæmd og útfærslu langtímastefnu í geimvísindum og tillögum um sameiginleg markmið aðildarríkjanna í geimvísindum sem og annarra alþjóðastofnana. Í greinargerð með tillögunni segir að mikil þörf sé á að stjórnvöld móti atvinnustefnu á Íslandi með nýjum vaxtartækifærum svo vel menntað vinnuafl nýtist til fulls. Með aðild að stofnuninni sé hægt að efla atvinnumöguleika á sviði tækni og vísinda hér á landi. „Tillagan felur í sér aukningu á útgjöldum ríkissjóðs en sú aukning ætti að skila sér til baka í formi verkefna sem síðan styðja við innlendar rannsóknir, ásamt því að veita ný menntunar- og atvinnutækifæri til frambúðar,“ segir meðal annars í greinargerðinni sem lesa má í heild sinni hér. Allir þingmenn Pírata standa að tillögunni. Þá koma níu þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum, þrír úr hverjum þeirra. Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, er eini meðflutningsmaður meirihlutans.Leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði í fyrirsögn að ályktunin sneri að Geimferðastofnun Evrópu. Það er rangnefni sem hefur nú verið leiðrétt.
Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira