Íslensku landsliðsstelpurnar vaktar um miðja nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 10:45 Íslensku landsliðsstelpurnar á æfingu. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Ísland mætir Skotlandi í toppleik riðilsins í undankeppni EM kvenna í fótbolta annað kvöld og en báðar þjóðir hafa unnið alla sína leiki til þessa. Það er því mikið undir í leiknum enda gefur efsta sætið beint sæti á EM í Hollandi. Íslensku landsliðsstelpurnar fengu ekki þann svefn í nótt sem þær hefðu kosið enda vaktar um miðja nótt. Hvort að Skotarnir hafi vísvitandi verið að reyna að trufla undirbúning íslenska liðsins er ekki vitað en það er aldrei gott að vera vakinn upp um miðja nótt tæpum tveimur sólarhringum fyrir gríðarlega mikilvægan leik. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að í nótt hafi landsliðshópnum, ásamt öðrum hótelgestum, verið boðið upp á „brunaæfingu" og þurftu allir að yfirgefa herbergi sín og koma sér út úr húsi. Engin skipulögð æfing var í gangi heldur fór brunavarnarkerfi hótelsins í gang um klukkan tvö í nótt þegar allir voru í fastasvefni. „Fólk var misjafnlega lengi að átta sig en bjöllurnar gáfu sig ekki fyrr en að allir gestir voru komnir undir beran himinn, misjafnlega mikið klæddir. Enginn sást eldurinn né reykurinn og skömmu eftir að allir voru komnir út, mættu tveir slökkviliðsbílar á staðinn. Tveir slökkviliðsmenn stukku inn á hótel, annar vopnaður möppu, og gengu um skugga að engin væri hættan," segir í frétt á heimasíðu KSÍ. Um hálftíma síðar eða upp úr klukkan 02:30 var öllum hleypt upp á herbergi sín að nýju en mjög var misjafnt hversu lengi fólkið var að komast í draumaheiminn að nýju. Það kemur fram í fréttinni á KSÍ að ekki liggi fyrir hver ástæðan sé fyrir því að brunavarnarkerfið fór af stað en mestu skipti að enginn var hættan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stærstu leikirnir alltaf skemmtilegastir Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var seinni til að mæta til Skotlands fyrir toppslag riðilsins en hinir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Ástæðan var að hún var að spila með sínu liði í meira en sjö þúsund kílóme 2. júní 2016 06:30 Dagný loksins komin til íslensku stelpnanna í Skotlandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú með fullskipaðan hóp í Falkirk eftir að Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við stelpurnar í Skotlandi í gær. 1. júní 2016 08:40 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Ísland mætir Skotlandi í toppleik riðilsins í undankeppni EM kvenna í fótbolta annað kvöld og en báðar þjóðir hafa unnið alla sína leiki til þessa. Það er því mikið undir í leiknum enda gefur efsta sætið beint sæti á EM í Hollandi. Íslensku landsliðsstelpurnar fengu ekki þann svefn í nótt sem þær hefðu kosið enda vaktar um miðja nótt. Hvort að Skotarnir hafi vísvitandi verið að reyna að trufla undirbúning íslenska liðsins er ekki vitað en það er aldrei gott að vera vakinn upp um miðja nótt tæpum tveimur sólarhringum fyrir gríðarlega mikilvægan leik. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni í dag að í nótt hafi landsliðshópnum, ásamt öðrum hótelgestum, verið boðið upp á „brunaæfingu" og þurftu allir að yfirgefa herbergi sín og koma sér út úr húsi. Engin skipulögð æfing var í gangi heldur fór brunavarnarkerfi hótelsins í gang um klukkan tvö í nótt þegar allir voru í fastasvefni. „Fólk var misjafnlega lengi að átta sig en bjöllurnar gáfu sig ekki fyrr en að allir gestir voru komnir undir beran himinn, misjafnlega mikið klæddir. Enginn sást eldurinn né reykurinn og skömmu eftir að allir voru komnir út, mættu tveir slökkviliðsbílar á staðinn. Tveir slökkviliðsmenn stukku inn á hótel, annar vopnaður möppu, og gengu um skugga að engin væri hættan," segir í frétt á heimasíðu KSÍ. Um hálftíma síðar eða upp úr klukkan 02:30 var öllum hleypt upp á herbergi sín að nýju en mjög var misjafnt hversu lengi fólkið var að komast í draumaheiminn að nýju. Það kemur fram í fréttinni á KSÍ að ekki liggi fyrir hver ástæðan sé fyrir því að brunavarnarkerfið fór af stað en mestu skipti að enginn var hættan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stærstu leikirnir alltaf skemmtilegastir Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var seinni til að mæta til Skotlands fyrir toppslag riðilsins en hinir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Ástæðan var að hún var að spila með sínu liði í meira en sjö þúsund kílóme 2. júní 2016 06:30 Dagný loksins komin til íslensku stelpnanna í Skotlandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú með fullskipaðan hóp í Falkirk eftir að Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við stelpurnar í Skotlandi í gær. 1. júní 2016 08:40 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Stærstu leikirnir alltaf skemmtilegastir Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var seinni til að mæta til Skotlands fyrir toppslag riðilsins en hinir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Ástæðan var að hún var að spila með sínu liði í meira en sjö þúsund kílóme 2. júní 2016 06:30
Dagný loksins komin til íslensku stelpnanna í Skotlandi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er nú með fullskipaðan hóp í Falkirk eftir að Dagný Brynjarsdóttir kom til móts við stelpurnar í Skotlandi í gær. 1. júní 2016 08:40