Innlent

Vörður fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík samþykkir að halda prófkjör

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kosningar til Alþingis verða haldnar í haust.
Kosningar til Alþingis verða haldnar í haust. Vísir
Sameiginlegt prófkjör Sjálfstæðismanna fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður verður haldið um mánaðarmótin ágúst september næstkomandi. Þetta var samþykkt á félagsfundi Varðar – fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík í dag. Fundurinn var fjölmennur að því er fram kemur í tilkynningu frá Verði.

„Í prófkjörinu munu flokksmenn velja frambjóðendur framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram í haust. Stjórn Varðar bar þá tillögu upp fyrir fundinn í kvöld að haldið yrði prófkjör í Reykjavík. Mikill einhugur var um þá tillögu,“ segir í tilkynningunni.

Hanna Birna Kristjánsdóttir sem leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar 2013 sagði í tilkynningu til flokksmanna í dag að hún hygðist ekki gefa kost á sér að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×