Flugumferðarstjórar trúa því varla að Alþingi hyggist setja lög á yfirvinnubannið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 18:48 Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir Hljóðið er ekki gott í flugumferðarstjórum nú þegar frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem leggur til að bundinn verði endi á aðgerðir í kjaradeilu þeirra. Þetta segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Gunnar Atli Gunnarsson ræddi við hann í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Stéttin hefur verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl, það merkir að starfsmenn ganga sínar venjubundnu vaktir en taka ekki aukavakt ef kollegi veikist eða kemst ekki til vinnu. „Við satt best að segja trúum því tæplega að þetta verði til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Sigurjón. Hann segist jafnframt varla trúa því að leið lögbanns verði farin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti frumvarp í morgun sem kveður á um að flugumferðarstjórar verði að láta af yfirvinnubanni sínu um leið og það verður samþykkt sem lög. Þá munu samningsaðilar hafa tvær vikur til þess að komast að samkomulagi. Náist samningar því ekki fyrir 24. júní verður skipaður Gerðardómur með þremur aðilum sem taka mun ákvörðun um kaup og kjör.Munu reyna að ná samningum eins og þeir geta Spurður um það hvort flugumferðarstjórar hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum segist Sigurjón ekki hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum en til stendur að halda félagsfund í kvöld. Heimildir Vísis herma að talsvert beri á milli samningsaðila. Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir Isavia, telja sig bundna af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið nýlega af vinnumarkaðinum. Flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir og hefur verið nefnt að stéttin vilji njóta sömu kjara og starfsbræður þeirra erlendis.En munu flugumferðarstjórar slá af kröfum sínum til að ná samningum áður en málið lendir hjá Gerðardómi? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að ná samningum fyrir þann tíma. Hvort sem það felur í sér að við sláum það mikið af okkar kröfum til að ná samningum verður að koma í ljós.“ Sigurjón segir flugumferðarstjóra hafa bent á að einungis sé um yfirvinnubann að ræða og að stéttin hafi sinnt öllum skyldum sínum. „Yfirvinna er valkvæð. Við höfum enga skyldu til þess að sinna yfirvinnu.“ Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Hljóðið er ekki gott í flugumferðarstjórum nú þegar frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi sem leggur til að bundinn verði endi á aðgerðir í kjaradeilu þeirra. Þetta segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags flugumferðarstjóra, en Gunnar Atli Gunnarsson ræddi við hann í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Stéttin hefur verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl, það merkir að starfsmenn ganga sínar venjubundnu vaktir en taka ekki aukavakt ef kollegi veikist eða kemst ekki til vinnu. „Við satt best að segja trúum því tæplega að þetta verði til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Sigurjón. Hann segist jafnframt varla trúa því að leið lögbanns verði farin. Ríkisstjórn Íslands samþykkti frumvarp í morgun sem kveður á um að flugumferðarstjórar verði að láta af yfirvinnubanni sínu um leið og það verður samþykkt sem lög. Þá munu samningsaðilar hafa tvær vikur til þess að komast að samkomulagi. Náist samningar því ekki fyrir 24. júní verður skipaður Gerðardómur með þremur aðilum sem taka mun ákvörðun um kaup og kjör.Munu reyna að ná samningum eins og þeir geta Spurður um það hvort flugumferðarstjórar hyggist leita réttar síns fyrir dómstólum segist Sigurjón ekki hafa tekið púlsinn á sínum félagsmönnum en til stendur að halda félagsfund í kvöld. Heimildir Vísis herma að talsvert beri á milli samningsaðila. Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir Isavia, telja sig bundna af þeirri launastefnu sem mörkuð hefur verið nýlega af vinnumarkaðinum. Flugumferðarstjórar hafa aðrar hugmyndir og hefur verið nefnt að stéttin vilji njóta sömu kjara og starfsbræður þeirra erlendis.En munu flugumferðarstjórar slá af kröfum sínum til að ná samningum áður en málið lendir hjá Gerðardómi? „Við munum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að ná samningum fyrir þann tíma. Hvort sem það felur í sér að við sláum það mikið af okkar kröfum til að ná samningum verður að koma í ljós.“ Sigurjón segir flugumferðarstjóra hafa bent á að einungis sé um yfirvinnubann að ræða og að stéttin hafi sinnt öllum skyldum sínum. „Yfirvinna er valkvæð. Við höfum enga skyldu til þess að sinna yfirvinnu.“
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15