Fótbolti

Kósóvó bætist í riðil Íslands fyrir undankeppni HM 2018

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eftir að verða gerð að fullgildum meðlimum Alþjóðaknattspyrnusambandsins er FIFA búið að gefa grænt ljóst á að Kósóvó og Gíbraltar taki þátt í undankeppni heimsmeistaramósins 2018 sem hefst í haust.

Langt er síðan dregið var í riðla fyrir undankeppnina en Gíbraltar og Kósóvó var bætt við litlu riðlana tvo sem aðeins fimm lið voru í en ekki sex.

Ísland er í I-riðli sem var fimm liða riðill en nú hefur Kósóvó bæst í hópinn. Strákarnir okkar mæta því Króatíu, Úkraínu, Tyrklandi, Finnlandi og Kósóvó. Gíbraltar fór í H-riðilinn með Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Grikklandi, Eistlandi og Kýpur.

Það kom aldrei til greina að Kósóvó færi í H-riðilinn því öryggisráð UEFA kom saman í dag og ákvað að Kósóvó mætti ekki mæta Bosníu né Serbíu í undankeppninni.

Kósóvó hefur verið að spila óopinbera vináttueliki frá mars 2014 en spilaði sinn fyrsta opinbera leik gegn Færeyjum þriðja júní og vann 2-0 sigur.

Avni Pepa, miðvörður og fyrirliði ÍBV í Pepsi-deildinni, er af albönskum uppruna þrátt fyrir að alast upp í Noregi og er í landsliði Kósóvó. Hann spilaði leikinn gegn Noregi og mætir strákunum okkar væntanlega í undankeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×