Verðlaunamynd íslensks ljósmyndara veldur usla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 14:22 Myndin sem Ólafur tók og hefur vakið mikla athygli og valdið usla í kommentakerfum. mynd/ólafur gestsson/scanpix Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. Ljósmyndin hefur ekki aðeins vakið athygli í Danmörku heldur einnig utan landsteinanna þar sem hún vann svokölluð Award of Excellence í keppninni College Photographer of the Year í flokknum fréttaljósmyndir. Keppnin er haldin árlega á meðal nema í ljósmyndun en Ólafur er við nám í Danmarks Medie- og Journlisthöjskole. Myndina tók hann í starfsnámi hjá dagblaðinu Berlingske. Fjallað hefur verið um mynd Ólafs meðal annars á vef Quartz og Independent þar sem hún er sögð fanga óvinveitt andrúmsloft í garð innflytjenda, en í samtali við Vísi segir Ólafur að þessi mikla athygli sem myndin hefur fengið hafi komið honum á óvart.Mótmæli í Kalundborg út af móttökustóð flóttamannaEn hver er sagan á bak við myndina? „Það var borgarafundur þarna í Kalundborg en hann var haldinn því að átti að fara opna móttökustöð fyrir flóttamenn í bænum. Það höfðu verið mikil mótmæli í Kalundborg vegna þess og út af því ákvað bæjarstjórinn að halda borgarafund til að upplýsa um þetta allt. Á fundinn mætti svo fólk sem vildi fá flóttamenn í bæinn en líka fullt af fólki sem vildi ekki fá þá og ég upplifði andrúmsloftið svona frekar óvinveitt í garð flóttamanna á fundinum,“ segir Ólafur.Ólafur Steinar Gestsson.mynd/eric hougaardHann segist hafa verið að reyna að fanga það andrúmsloft en það hafi að vissu leyti verið nokkuð snúið því fundurinn var haldinn í íþróttahúsi sem var ekki beint fallegasta umhverfið.Myndin lýsandi fyrir stemninguna á fundinum „Svo allt í einu sé þessa stelpu standa þarna til hliðar við áhorfendurna. Ég veit svo sem ekki hver hún er eða hvort hún er múslimi eða hverjir áhorfendurnir eru eða hvort þeir hafi verið með eða á móti flóttamönnum á fundinum. En ég held að myndin sé samt lýsandi fyrir stemninguna á fundinum og skiptinguna á milli þessara tveggja hópa. Augnaráðið í fólkinu gefur til kynna að þau séu svona frekar skeptísk og hún horfir á þau,“ segir Ólafur. Hann hefur búið í Danmörku í 18 ár og segir aðspurður að honum þyki sem óvinsemd Dana í garð innflytjenda hafi aukist á síðustu árum. Hann nefnir kommentakerfið á Ekstrabladet sem dæmi en myndin birtist á vef þess blaðs. „Í kommentunum er mjög harður tónn. Margir eru með skít út í stelpuna og svo eru aðrir sem nota myndina til þess að kommenta bara svona almennt á innflytjendur og flóttamenn.“ Þó að athyglin sem myndin hefur fengið komi Ólafi á óvart er hann ánægður með að fleiri fatti symbolismann í henni. „Ég er mjög feginn að hún sé svona „universal,““ segir Ólafur. Flóttamenn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. Ljósmyndin hefur ekki aðeins vakið athygli í Danmörku heldur einnig utan landsteinanna þar sem hún vann svokölluð Award of Excellence í keppninni College Photographer of the Year í flokknum fréttaljósmyndir. Keppnin er haldin árlega á meðal nema í ljósmyndun en Ólafur er við nám í Danmarks Medie- og Journlisthöjskole. Myndina tók hann í starfsnámi hjá dagblaðinu Berlingske. Fjallað hefur verið um mynd Ólafs meðal annars á vef Quartz og Independent þar sem hún er sögð fanga óvinveitt andrúmsloft í garð innflytjenda, en í samtali við Vísi segir Ólafur að þessi mikla athygli sem myndin hefur fengið hafi komið honum á óvart.Mótmæli í Kalundborg út af móttökustóð flóttamannaEn hver er sagan á bak við myndina? „Það var borgarafundur þarna í Kalundborg en hann var haldinn því að átti að fara opna móttökustöð fyrir flóttamenn í bænum. Það höfðu verið mikil mótmæli í Kalundborg vegna þess og út af því ákvað bæjarstjórinn að halda borgarafund til að upplýsa um þetta allt. Á fundinn mætti svo fólk sem vildi fá flóttamenn í bæinn en líka fullt af fólki sem vildi ekki fá þá og ég upplifði andrúmsloftið svona frekar óvinveitt í garð flóttamanna á fundinum,“ segir Ólafur.Ólafur Steinar Gestsson.mynd/eric hougaardHann segist hafa verið að reyna að fanga það andrúmsloft en það hafi að vissu leyti verið nokkuð snúið því fundurinn var haldinn í íþróttahúsi sem var ekki beint fallegasta umhverfið.Myndin lýsandi fyrir stemninguna á fundinum „Svo allt í einu sé þessa stelpu standa þarna til hliðar við áhorfendurna. Ég veit svo sem ekki hver hún er eða hvort hún er múslimi eða hverjir áhorfendurnir eru eða hvort þeir hafi verið með eða á móti flóttamönnum á fundinum. En ég held að myndin sé samt lýsandi fyrir stemninguna á fundinum og skiptinguna á milli þessara tveggja hópa. Augnaráðið í fólkinu gefur til kynna að þau séu svona frekar skeptísk og hún horfir á þau,“ segir Ólafur. Hann hefur búið í Danmörku í 18 ár og segir aðspurður að honum þyki sem óvinsemd Dana í garð innflytjenda hafi aukist á síðustu árum. Hann nefnir kommentakerfið á Ekstrabladet sem dæmi en myndin birtist á vef þess blaðs. „Í kommentunum er mjög harður tónn. Margir eru með skít út í stelpuna og svo eru aðrir sem nota myndina til þess að kommenta bara svona almennt á innflytjendur og flóttamenn.“ Þó að athyglin sem myndin hefur fengið komi Ólafi á óvart er hann ánægður með að fleiri fatti symbolismann í henni. „Ég er mjög feginn að hún sé svona „universal,““ segir Ólafur.
Flóttamenn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila