Verðlaunamynd íslensks ljósmyndara veldur usla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 14:22 Myndin sem Ólafur tók og hefur vakið mikla athygli og valdið usla í kommentakerfum. mynd/ólafur gestsson/scanpix Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. Ljósmyndin hefur ekki aðeins vakið athygli í Danmörku heldur einnig utan landsteinanna þar sem hún vann svokölluð Award of Excellence í keppninni College Photographer of the Year í flokknum fréttaljósmyndir. Keppnin er haldin árlega á meðal nema í ljósmyndun en Ólafur er við nám í Danmarks Medie- og Journlisthöjskole. Myndina tók hann í starfsnámi hjá dagblaðinu Berlingske. Fjallað hefur verið um mynd Ólafs meðal annars á vef Quartz og Independent þar sem hún er sögð fanga óvinveitt andrúmsloft í garð innflytjenda, en í samtali við Vísi segir Ólafur að þessi mikla athygli sem myndin hefur fengið hafi komið honum á óvart.Mótmæli í Kalundborg út af móttökustóð flóttamannaEn hver er sagan á bak við myndina? „Það var borgarafundur þarna í Kalundborg en hann var haldinn því að átti að fara opna móttökustöð fyrir flóttamenn í bænum. Það höfðu verið mikil mótmæli í Kalundborg vegna þess og út af því ákvað bæjarstjórinn að halda borgarafund til að upplýsa um þetta allt. Á fundinn mætti svo fólk sem vildi fá flóttamenn í bæinn en líka fullt af fólki sem vildi ekki fá þá og ég upplifði andrúmsloftið svona frekar óvinveitt í garð flóttamanna á fundinum,“ segir Ólafur.Ólafur Steinar Gestsson.mynd/eric hougaardHann segist hafa verið að reyna að fanga það andrúmsloft en það hafi að vissu leyti verið nokkuð snúið því fundurinn var haldinn í íþróttahúsi sem var ekki beint fallegasta umhverfið.Myndin lýsandi fyrir stemninguna á fundinum „Svo allt í einu sé þessa stelpu standa þarna til hliðar við áhorfendurna. Ég veit svo sem ekki hver hún er eða hvort hún er múslimi eða hverjir áhorfendurnir eru eða hvort þeir hafi verið með eða á móti flóttamönnum á fundinum. En ég held að myndin sé samt lýsandi fyrir stemninguna á fundinum og skiptinguna á milli þessara tveggja hópa. Augnaráðið í fólkinu gefur til kynna að þau séu svona frekar skeptísk og hún horfir á þau,“ segir Ólafur. Hann hefur búið í Danmörku í 18 ár og segir aðspurður að honum þyki sem óvinsemd Dana í garð innflytjenda hafi aukist á síðustu árum. Hann nefnir kommentakerfið á Ekstrabladet sem dæmi en myndin birtist á vef þess blaðs. „Í kommentunum er mjög harður tónn. Margir eru með skít út í stelpuna og svo eru aðrir sem nota myndina til þess að kommenta bara svona almennt á innflytjendur og flóttamenn.“ Þó að athyglin sem myndin hefur fengið komi Ólafi á óvart er hann ánægður með að fleiri fatti symbolismann í henni. „Ég er mjög feginn að hún sé svona „universal,““ segir Ólafur. Flóttamenn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Ljósmynd sem Íslendingurinn Ólafur Steinar Gestsson tók í mars síðastliðnum á borgarafundi í Kalundborg í Danmörku hefur undirstrikað vaxandi andúð Dana í garð innflytjenda sem sýnir sig með afgerandi hætti í kommentakerfi vefs Ekstrabladet. Ljósmyndin hefur ekki aðeins vakið athygli í Danmörku heldur einnig utan landsteinanna þar sem hún vann svokölluð Award of Excellence í keppninni College Photographer of the Year í flokknum fréttaljósmyndir. Keppnin er haldin árlega á meðal nema í ljósmyndun en Ólafur er við nám í Danmarks Medie- og Journlisthöjskole. Myndina tók hann í starfsnámi hjá dagblaðinu Berlingske. Fjallað hefur verið um mynd Ólafs meðal annars á vef Quartz og Independent þar sem hún er sögð fanga óvinveitt andrúmsloft í garð innflytjenda, en í samtali við Vísi segir Ólafur að þessi mikla athygli sem myndin hefur fengið hafi komið honum á óvart.Mótmæli í Kalundborg út af móttökustóð flóttamannaEn hver er sagan á bak við myndina? „Það var borgarafundur þarna í Kalundborg en hann var haldinn því að átti að fara opna móttökustöð fyrir flóttamenn í bænum. Það höfðu verið mikil mótmæli í Kalundborg vegna þess og út af því ákvað bæjarstjórinn að halda borgarafund til að upplýsa um þetta allt. Á fundinn mætti svo fólk sem vildi fá flóttamenn í bæinn en líka fullt af fólki sem vildi ekki fá þá og ég upplifði andrúmsloftið svona frekar óvinveitt í garð flóttamanna á fundinum,“ segir Ólafur.Ólafur Steinar Gestsson.mynd/eric hougaardHann segist hafa verið að reyna að fanga það andrúmsloft en það hafi að vissu leyti verið nokkuð snúið því fundurinn var haldinn í íþróttahúsi sem var ekki beint fallegasta umhverfið.Myndin lýsandi fyrir stemninguna á fundinum „Svo allt í einu sé þessa stelpu standa þarna til hliðar við áhorfendurna. Ég veit svo sem ekki hver hún er eða hvort hún er múslimi eða hverjir áhorfendurnir eru eða hvort þeir hafi verið með eða á móti flóttamönnum á fundinum. En ég held að myndin sé samt lýsandi fyrir stemninguna á fundinum og skiptinguna á milli þessara tveggja hópa. Augnaráðið í fólkinu gefur til kynna að þau séu svona frekar skeptísk og hún horfir á þau,“ segir Ólafur. Hann hefur búið í Danmörku í 18 ár og segir aðspurður að honum þyki sem óvinsemd Dana í garð innflytjenda hafi aukist á síðustu árum. Hann nefnir kommentakerfið á Ekstrabladet sem dæmi en myndin birtist á vef þess blaðs. „Í kommentunum er mjög harður tónn. Margir eru með skít út í stelpuna og svo eru aðrir sem nota myndina til þess að kommenta bara svona almennt á innflytjendur og flóttamenn.“ Þó að athyglin sem myndin hefur fengið komi Ólafi á óvart er hann ánægður með að fleiri fatti symbolismann í henni. „Ég er mjög feginn að hún sé svona „universal,““ segir Ólafur.
Flóttamenn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira