Fótbolti

„Þakklátur fyrir að hafa Eið Smára“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fer á EM með strákunum okkar.
Eiður Smári Guðjohnsen fer á EM með strákunum okkar. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson á von á því að Eiður Smári Guðjohnsen verði vinsæll hjá fjölmiðlum á EM í Frakklandi þegar mótið hefst eftir tæpar tvær vikur.

Eiður Smári er 38 ára og hefur margsinnis talað um að hann hafi ávallt dreymt um að fá að spila með Íslandi á stórmóti. Sá draumur er nú að fara að rætast.

Aron Einar, fyrirliði íslenska landsliðsins, var spurður út í þátt Eiðs Smára í liðinu á blaðamannafundi í Ósló í dag.

„Hann færir liðinu eitthvað öðruvísi. Hann býr að öðruvísi reynslu, til dæmis eftir að hafa unnið marga titla líkt og í Meistaradeild Evrópu,“ sagði fyrirliðinn.

„Ég veit að hann verður í mikilli eftirspurn hjá fjölmiðlum, sérstaklega í Frakklandi. Þetta er mikil og stór saga hjá honum. Ég er fyrst og fremst bara ánægður að hann sé hérna með okkur.“

Aron Einar segir að Eiður Smári sé mikill húmoristi og sé með annars konar húmor en aðrir í landsliðinu.

„Og hann er líka frábær fótboltamaður. Afar fljótur að hugsa og þarf í raun ekki hraðann sem hann hafði eitt sinn. Það er gott að hann sé í liðinu og hann mun hjálpa okkur mikið, hvort sem hann byrjar eða ekki.“


Tengdar fréttir

Vil spila allar mínútur á EM

Eiður Smári Guðjohnsen segist koma inn í íslenska landsliðið í góðu formi eftir góða mánuði með Molde í Noregi. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari er ánægður með stöðu íslenska liðsins sem nú býr sig undir vináttulandsleik geg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×