Vil spila allar mínútur á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2016 06:00 Eiður á tali við Lagerbäck landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Noregsdvölin virðist hafa gert Eiði Smára Guðjohnsen gott. Hann hefur spilað vel með Molde, undir stjórn Ole Gunnar Solkjær sem hefur verið óspar á að lofa hann í fjölmiðlum ytra. Það má heyra á Eiði Smára sjálfum að hann hefur nýtt tímann vel. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur farið hjá mér. Þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en verið líka hlíft við of miklu álagi. Ég ætti að geta komið inn í landsliðið eins ferskur og hægt er,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýmættur á sína fyrstu landsliðsæfingu eftir að EM-hópurinn var tilkynntur þann 9. maí. Þar með rættist gamall draumur Eiðs Smára um að fara með Íslandi á stórmót í knattspyrnu.Hef beðið í 20 ár „Þetta er í fyrsta sinn sem maður fær það almennilega á tilfinninguna að undirbúningurinn sé hafinn fyrir fullt og allt. Það er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eiður Smári sem hefur líklega beðið einna lengst. „Já, í um 20 ár,“ segir hann og brosir. Hann segist ætla að nálgast verkefnið eins og hann hefur ávallt gert á sínum ferli - að hann sé að fara að spila frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Þannig ætti hver einasti leikmaður að hugsa. Við verðum allir að vera undir það búnir að spila og taka svo því hlutverki sem okkur verður gefið,“ segir Eiður Smári.Hafa alla heila Lars Lagerbäck sagði við Fréttablaðið í gær að það væri nú fyrst og fremst verkefni þjálfaranna að nota hvern og einn leikmann á réttan hátt, fremur en að tefla fram endilega sterkasta liðinu í æfingaleiknum gegn Noregi á morgun og svo Liechtenstein á mánudag. Eiður Smári hefur góðan skilning á því. „Sumir okkar hafa verið í fríi í nokkrar vikur en aðrir spilað mjög mikið. Þetta snýst um að hafa alla heila þegar mótið hefst og því geri ég ráð fyrir að allt sem við gerum næstu vikurnar miði að því að hafa alla leikmenn í toppstandi þegar fyrsti leikur hefst,“ segir Eiður Smári. Í dag eru tvær vikur í að Ísland mætir Portúgal í St. Etienne í Frakklandi, í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira
Noregsdvölin virðist hafa gert Eiði Smára Guðjohnsen gott. Hann hefur spilað vel með Molde, undir stjórn Ole Gunnar Solkjær sem hefur verið óspar á að lofa hann í fjölmiðlum ytra. Það má heyra á Eiði Smára sjálfum að hann hefur nýtt tímann vel. „Ég er mjög sáttur við hvernig þetta hefur farið hjá mér. Þetta hefði í raun ekki getað verið betra. Ég hef fengið fullt af mínútum en verið líka hlíft við of miklu álagi. Ég ætti að geta komið inn í landsliðið eins ferskur og hægt er,“ sagði Eiður Smári í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann var þá nýmættur á sína fyrstu landsliðsæfingu eftir að EM-hópurinn var tilkynntur þann 9. maí. Þar með rættist gamall draumur Eiðs Smára um að fara með Íslandi á stórmót í knattspyrnu.Hef beðið í 20 ár „Þetta er í fyrsta sinn sem maður fær það almennilega á tilfinninguna að undirbúningurinn sé hafinn fyrir fullt og allt. Það er tímapunktur sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eiður Smári sem hefur líklega beðið einna lengst. „Já, í um 20 ár,“ segir hann og brosir. Hann segist ætla að nálgast verkefnið eins og hann hefur ávallt gert á sínum ferli - að hann sé að fara að spila frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Þannig ætti hver einasti leikmaður að hugsa. Við verðum allir að vera undir það búnir að spila og taka svo því hlutverki sem okkur verður gefið,“ segir Eiður Smári.Hafa alla heila Lars Lagerbäck sagði við Fréttablaðið í gær að það væri nú fyrst og fremst verkefni þjálfaranna að nota hvern og einn leikmann á réttan hátt, fremur en að tefla fram endilega sterkasta liðinu í æfingaleiknum gegn Noregi á morgun og svo Liechtenstein á mánudag. Eiður Smári hefur góðan skilning á því. „Sumir okkar hafa verið í fríi í nokkrar vikur en aðrir spilað mjög mikið. Þetta snýst um að hafa alla heila þegar mótið hefst og því geri ég ráð fyrir að allt sem við gerum næstu vikurnar miði að því að hafa alla leikmenn í toppstandi þegar fyrsti leikur hefst,“ segir Eiður Smári. Í dag eru tvær vikur í að Ísland mætir Portúgal í St. Etienne í Frakklandi, í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Sjá meira