Þráinn Karlsson látinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2016 10:18 Þráinn Karlsson leikari lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. maí. Þráinn Karlsson leikari er látinn. Þráinn hefði orðið 77 ára í dag, en hann fæddist 24. maí í Gamla barnaskólanum á Akureyri árið 1939. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. maí. Þráinn lauk ungur að árum vélsmíðanámi og síðar meistaranámi frá Vélskólanum á Akureyri. Framan af starfsævinni starfaði hann sem vélsmiður en hóf að leika með Leikfélagi Akureyrar árið 1956. Þráinn var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar frá því að félagið varð að atvinnuleikhúsi árið 1971 og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Þráinn var einn af stofnendum Alþýðuleikhússins árið 1974. Þráinn var einn helsti máttarstólpi Leikfélags Akureyrar þar sem hann lék fjölda burðarhlutverka auk þess sem hann leikstýrði og hannaði leikmyndir. Árið 2006 var fimmtíu ára leikafmæli hans fagnað í Samkomuhúsinu á Akureyri. Þráinn leikstýrði hjá áhugafélögum á Norðurlandi og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Leikfélag Akureyrar, Félag íslenskra leikara, Iðnnemafélag Akureyrar og fleiri. Samhliða leikarastörfum sinnti hann myndlist. Þráinn hlaut fjölda viðurkenninga um starfsævina og var m.a. valinn bæjarlistamaður Akureyrar. Eftirlifandi eiginkona Þráins er Ragnheiður Garðarsdóttir. Dætur þeirra eru Rebekka, þroskaþjálfi og rússneskufræðingur og Hildigunnur, leikari og ritstjóri. Stjúpdóttir Þráins er Kristín Konráðsdóttir, bókavörður. Jarðarför Þráins Karlssonar mun fara fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. maí n.k.Þráinn Karlsson á sviði Leikfélags Akureyrar árið 2007.Mynd/Leikfélag Akureyrar Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Þráinn Karlsson leikari er látinn. Þráinn hefði orðið 77 ára í dag, en hann fæddist 24. maí í Gamla barnaskólanum á Akureyri árið 1939. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 22. maí. Þráinn lauk ungur að árum vélsmíðanámi og síðar meistaranámi frá Vélskólanum á Akureyri. Framan af starfsævinni starfaði hann sem vélsmiður en hóf að leika með Leikfélagi Akureyrar árið 1956. Þráinn var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar frá því að félagið varð að atvinnuleikhúsi árið 1971 og fór með fjölda hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Þráinn var einn af stofnendum Alþýðuleikhússins árið 1974. Þráinn var einn helsti máttarstólpi Leikfélags Akureyrar þar sem hann lék fjölda burðarhlutverka auk þess sem hann leikstýrði og hannaði leikmyndir. Árið 2006 var fimmtíu ára leikafmæli hans fagnað í Samkomuhúsinu á Akureyri. Þráinn leikstýrði hjá áhugafélögum á Norðurlandi og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Leikfélag Akureyrar, Félag íslenskra leikara, Iðnnemafélag Akureyrar og fleiri. Samhliða leikarastörfum sinnti hann myndlist. Þráinn hlaut fjölda viðurkenninga um starfsævina og var m.a. valinn bæjarlistamaður Akureyrar. Eftirlifandi eiginkona Þráins er Ragnheiður Garðarsdóttir. Dætur þeirra eru Rebekka, þroskaþjálfi og rússneskufræðingur og Hildigunnur, leikari og ritstjóri. Stjúpdóttir Þráins er Kristín Konráðsdóttir, bókavörður. Jarðarför Þráins Karlssonar mun fara fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 30. maí n.k.Þráinn Karlsson á sviði Leikfélags Akureyrar árið 2007.Mynd/Leikfélag Akureyrar
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira