Fótbolti

Zidane segir Ronaldo vera tilbúinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zidane og Ronaldo á æfingu Real í gær.
Zidane og Ronaldo á æfingu Real í gær. vísir/getty
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, segir að Cristiano Ronaldo, stórstjarna liðsins, verði klár í slaginn í kvöld þegar liðið mætir Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Ronaldo hefur glímt við smá meiðsli undanfarna daga og vikur. Stuðningsmenn Real voru byrjaðir að óttast í vikunni að hann myndi ekki spila, en Zidane segir að Portúgalinn sé klár í slaginn.

„Hann er 100% klár. Hann var með eitthvað fyrir leikinn gegn Manchester City í undanúrslitunum, en núna held ég að hann sé klár,” sagði Zidane í samtali við fjölmiðla.

„Hann var í smá vandræðum, en staðan er allt önnur núna. Hann mun verða 100%” sagði Frakkinn að lokum. Hann er ekki sammála því að það væri mistök ef liðið tapar á Ítalíu í dag.

„Ég held að þa verði ekki mistök ef við vinnum ekki. Enginn getur tekið af okkur þar sem við höfum nú þegar gert. Þú veist ekki hvað gerist. Allt sem ég get sagt, er að við verðum klárir fyrir leikinn,” sagi Zidane.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport/HD í kvöld, en upphitun hefst klukkan 18.15. Hörður Magnússon stýrir Meistaradeildarmörkunum ásamt Alfreð Finnbogasyni og Jóhannesi Karli Guðjónssyni.


Tengdar fréttir

Fellir Atlético enn einn risann í Meistaradeildinni?

Madrídarliðin Atlético og Real mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á San Siro í Mílanó í kvöld. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem liðin mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar en Real hafði betur síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×