Fellir Atlético enn einn risann í Meistaradeildinni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2016 09:00 Sergio Ramos jafnar hér á síðustu stund í úrslitaleiknum 2014. Vísir/Getty „Þetta er ekki hefnd, þetta er nýtt tækifæri,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, eftir að það lá fyrir að hans menn myndu mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á síðustu þremur árum. Þann 24. maí 2014 var Atlético Madrid aðeins 90 sekúndum frá því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti en skalli Sergio Ramos kramdi hjörtu Atlético-manna. Eftir að hafa gefið allt í leikinn áttu þeir ekki meira eftir í framlengingunni þar sem Real Madrid skoraði þrjú mörk og tryggði sér sinn tíunda Meistaradeildartitil. Þeir kalla hann „La Decima“. Nú tveimur árum og þremur dögum síðar fá strákarnir hans Simeone tækifæri til að leiðrétta það sem fór úrskeiðis á Ljósvangi í Lissabon. Þetta eru reyndar ekki sömu strákar og síðast, nema að litlum hluta. Lið Atlético Madrid hefur tekið miklum breytingum á þessum tveimur árum og líklega verða bara fimm leikmenn sem byrjuðu leikinn 2014 í byrjunarliðinu í kvöld. En þrátt fyrir mannabreytingar eru það sömu þættirnir sem einkenna Atlético-liðið; barátta, dugnaður, ákefð, gott skipulag, beittar skyndisóknir og mikil samstaða. Og þessir þættir munu einkenna liðið svo lengi sem Diego Simeone er við stjórnvölinn hjá því. Argentínumaðurinn er slagæðin í félaginu.Meistaradeildarbikarinn er að sjálfsögðu löngu kominn til Mílanó og hér sjást lögreglumenn bera bikarinn á milli sín í miðbæ Mílanóborgar í vikunni.Vísir/EPAKollegi hans hjá Real Madrid, Zinedine Zidane, á misjafnar minningar frá úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Flestir muna eftir undramarki hans sem tryggði Real Madrid sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleiknum 2002 en áður hafði hann tapað tvisvar í úrslitaleik sem leikmaður Juventus. Zidane tók við Madrídarliðinu af Rafa Benítez í janúar og hefur gert fína hluti á Santíago Bernabeu. Real Madrid er með 80,8% sigurhlutfall í 26 leikjum undir hans stjórn. Aðeins tveir leikir hafa tapast, annar þeirra gegn Atlético Madrid sem hefur aðeins tapað einum af síðustu 10 leikjum gegn nágrönnum sínum. „Atlético eru sérstakir mótherjar. Þeir hafa unnið hin tvö bestu liðin í Evrópu svo þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Zidane í aðdraganda úrslitaleiksins. Frakkinn benti einnig réttilega á að Atlético Madrid væri meira en bara varnarlið. Atlético býr yfir gæðum, ekki jafn miklum og Real Madrid, en nógu miklum til að gera út um jafna leiki gegn sterkum liðum. Stórkostlegt einleiksmark Saúls Niguez í fyrri leiknum gegn Bayern er besta dæmið um það.Cristiano Ronaldo fagnar sigri Real Madrid í Meistaradeildinni 2014.Vísir/GettyAðalhausverkur Zidane verður að finna glufur á varnarleik Atlético sem hefur þegar haldið Barcelona og Bayern í skefjum. Varnarleikur Real Madrid hefur sömuleiðis verið góður í Meistaradeildinni þótt mótherjarnir hafa ekki verið jafn sterkir og þeir sem Atlético hefur þurft að mæta. Zidane hefur tekist að finna jafnvægi í Madrídarliðinu og Luka Modric hefur blómstrað undir hans stjórn. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa sömuleiðis verið iðnir við kolann en sá fyrrnefndi er kominn með 16 mörk í Meistaradeildinni í ár og vantar aðeins eitt mark til að jafna markamet sitt frá því fyrir tveimur árum. Ronaldo vill eflaust bæta fleiri titlum á ferilskrána en þrátt fyrir að hafa skorað 364 mörk í 347 leikjum fyrir Real hefur liðið „aðeins“ unnið spænska titilinn og Meistaradeildina einu sinni með honum. Í Meistaradeildinni er sagan alltaf á bandi Real Madrid en félagið skilgreinir sig að stórum hluta út frá titlunum tíu. En sagan spilar ekki leikina og síðan Simeone tók við Atlético Madrid hefur liðið verið í fullri vinnu við að fella risa. Tveir eru þegar fallnir og það kemur svo í ljós í kvöld hvort sá þriðji fellur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
„Þetta er ekki hefnd, þetta er nýtt tækifæri,“ sagði Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, eftir að það lá fyrir að hans menn myndu mæta Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á síðustu þremur árum. Þann 24. maí 2014 var Atlético Madrid aðeins 90 sekúndum frá því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti en skalli Sergio Ramos kramdi hjörtu Atlético-manna. Eftir að hafa gefið allt í leikinn áttu þeir ekki meira eftir í framlengingunni þar sem Real Madrid skoraði þrjú mörk og tryggði sér sinn tíunda Meistaradeildartitil. Þeir kalla hann „La Decima“. Nú tveimur árum og þremur dögum síðar fá strákarnir hans Simeone tækifæri til að leiðrétta það sem fór úrskeiðis á Ljósvangi í Lissabon. Þetta eru reyndar ekki sömu strákar og síðast, nema að litlum hluta. Lið Atlético Madrid hefur tekið miklum breytingum á þessum tveimur árum og líklega verða bara fimm leikmenn sem byrjuðu leikinn 2014 í byrjunarliðinu í kvöld. En þrátt fyrir mannabreytingar eru það sömu þættirnir sem einkenna Atlético-liðið; barátta, dugnaður, ákefð, gott skipulag, beittar skyndisóknir og mikil samstaða. Og þessir þættir munu einkenna liðið svo lengi sem Diego Simeone er við stjórnvölinn hjá því. Argentínumaðurinn er slagæðin í félaginu.Meistaradeildarbikarinn er að sjálfsögðu löngu kominn til Mílanó og hér sjást lögreglumenn bera bikarinn á milli sín í miðbæ Mílanóborgar í vikunni.Vísir/EPAKollegi hans hjá Real Madrid, Zinedine Zidane, á misjafnar minningar frá úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Flestir muna eftir undramarki hans sem tryggði Real Madrid sigur á Bayer Leverkusen í úrslitaleiknum 2002 en áður hafði hann tapað tvisvar í úrslitaleik sem leikmaður Juventus. Zidane tók við Madrídarliðinu af Rafa Benítez í janúar og hefur gert fína hluti á Santíago Bernabeu. Real Madrid er með 80,8% sigurhlutfall í 26 leikjum undir hans stjórn. Aðeins tveir leikir hafa tapast, annar þeirra gegn Atlético Madrid sem hefur aðeins tapað einum af síðustu 10 leikjum gegn nágrönnum sínum. „Atlético eru sérstakir mótherjar. Þeir hafa unnið hin tvö bestu liðin í Evrópu svo þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Zidane í aðdraganda úrslitaleiksins. Frakkinn benti einnig réttilega á að Atlético Madrid væri meira en bara varnarlið. Atlético býr yfir gæðum, ekki jafn miklum og Real Madrid, en nógu miklum til að gera út um jafna leiki gegn sterkum liðum. Stórkostlegt einleiksmark Saúls Niguez í fyrri leiknum gegn Bayern er besta dæmið um það.Cristiano Ronaldo fagnar sigri Real Madrid í Meistaradeildinni 2014.Vísir/GettyAðalhausverkur Zidane verður að finna glufur á varnarleik Atlético sem hefur þegar haldið Barcelona og Bayern í skefjum. Varnarleikur Real Madrid hefur sömuleiðis verið góður í Meistaradeildinni þótt mótherjarnir hafa ekki verið jafn sterkir og þeir sem Atlético hefur þurft að mæta. Zidane hefur tekist að finna jafnvægi í Madrídarliðinu og Luka Modric hefur blómstrað undir hans stjórn. Cristiano Ronaldo og Gareth Bale hafa sömuleiðis verið iðnir við kolann en sá fyrrnefndi er kominn með 16 mörk í Meistaradeildinni í ár og vantar aðeins eitt mark til að jafna markamet sitt frá því fyrir tveimur árum. Ronaldo vill eflaust bæta fleiri titlum á ferilskrána en þrátt fyrir að hafa skorað 364 mörk í 347 leikjum fyrir Real hefur liðið „aðeins“ unnið spænska titilinn og Meistaradeildina einu sinni með honum. Í Meistaradeildinni er sagan alltaf á bandi Real Madrid en félagið skilgreinir sig að stórum hluta út frá titlunum tíu. En sagan spilar ekki leikina og síðan Simeone tók við Atlético Madrid hefur liðið verið í fullri vinnu við að fella risa. Tveir eru þegar fallnir og það kemur svo í ljós í kvöld hvort sá þriðji fellur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira