Fótbolti

Þetta gerðist þegar Real og Atlético mættust fyrir tveimur árum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atlético Madrid og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á San Siro í Mílanó annað kvöld.

Þetta er í annað sinn á þremur árum sem þessi sömu lið mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Þau mættust einnig þann 24. maí 2014 á Ljósvangi í Lissabon þar sem Real Madrid hafði betur, 4-1, og tryggði sér sinn tíunda sigur í Meistaradeildinni. Ekkert lið hefur unnið keppnina oftar en Real Madrid.

Úrslitin 4-1 gáfu ekki rétta mynd af leiknum fyrir tveimur árum en Sergio Ramos jafnaði metin í 1-1 og tryggði Real Madrid framlengingu með skallamarki 90 sekúndum fyrir leikslok. Annar miðvörður, Diego Godín, kom Atlético yfir á 36. mínútu.

Í framlengingunni var Real Madrid mun sterkari aðilinn og Gareth Bale, Marcelo og Cristiano Ronaldo bættu við mörkum og 4-1 sigur liðsins staðreynd.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá mörkin úr leiknum í lýsingu Guðmundar Benediktssonar.


Tengdar fréttir

Varane missir af úrslitaleiknum og EM

Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid og franska landsliðsins, missir bæði af úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og EM í Frakklandi vegna meiðsla í læri.

Cristiano Ronaldo róar stuðningsmenn Real Madrid

Stuðningsmenn Real Madrid tóku örugglega andköf í dag þegar þeir sáu myndband frá æfingu Real Madrid liðsins en spænska liðið er nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi.

Beckham: Zidane er rétti maðurinn fyrir Real Madrid

David Beckham segir að Zinedine Zidane sé rétti maðurinn til að stýra spænska stórliðinu Real Madrid. Beckham og Zidane spiluðu saman í þrjú ár hjá félaginu og er vel til vina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×