Íslenski boltinn

Heldur Valur áfram að gera KR lífið leitt í Frostaskjóli?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Fannar og Óskar Örn verða líklega í eldlínunni í kvöld.
Andri Fannar og Óskar Örn verða líklega í eldlínunni í kvöld. vísir/anton
Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla í dag og kvöld. KR mætir til leiks eftir vonbrigðartapið gegn Selfossi í vikunni.

Þróttur fær ÍBV í heimsókn í Laugardalinn, en bæði lið töpuðu síðasta leik. Þróttur fékk skell gegn Val, 4-1, en ÍBV tapaði 3-0 gegn Víkingi R. á heimavelli.

Víkingur R. vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni í síðustu umferð, en þeir fá Skagamenn í heimsókn. Víkingur er í níunda sæti með fimm stig, en Skaginn sæti neðar með fjögur stig.

Í Vesturbænum fer svo fram stórleikur dagsins. Valsmenn heimsækir þá særða KR-inga, en KR datt út úr bikarnum fyrir Selfossi í vikunni.

Valsmenn eru í sjötta sætinu með sjö stig, en KR er í því áttunda með sex stig. KR hefur ekki gengið vel með Valsmenn undanfarin ár og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hefur oft haft betur gegn KR.

Síðustu tíu heimaleikir KR gegn Val í efstu deild:

2015: KR - Valur 2-2

2014: KR - Valur 1-2 (Gervigrasinu í Laugardal)

2013: KR - Valur 3-1

2012: KR - Valur 2-3

2011: KR - Valur 1-1

2010: KR - Valur 1-2

2009: KR - Valur 3-4

2008: KR - Valur 1-2

2007: KR - Valur 0-3

2006: KR - Valur 1-1

KR-sigrar: 1

Jafntefli: 3

Valssigrar: 6

Leikur KR og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30 í kvöld, en leikur Þróttar og ÍBV klukkan 17.00 verður einnig í beinni.


Tengdar fréttir

Staða Bjarna hjá KR óbreytt

"Það eina sem við höfum hugsað um er að ná góðum leik gegn KR,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR.

KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár

KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×