Útilokar samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2016 16:21 Helgi Hjörvar Vísir/Ernir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segir stjórnmálaflokk ekki glata þremur af fjórum stuðningsmönnum sínum út af útliti eða persónum heldur vegna þess að hann hafi ekki þróað stefnumál sín og skipulag með nægilega trúverðugum hætti. Samfylkingin mælist nú með afar lítið fylgi í skoðanakönnunum en í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. „Meðal þess sem ég legg áherslu á er að við sköpum þann skýra valkost sem kjósendur eru að leita að með sem mestu samstarfi og helst kosningabandalagi stjórnarandstöðunnar fyrir næstu kosningar með áherslu á fá mál og stutt kjörtímabil. Ég held að það sé með mjög sterk ósk hjá fólki um að fá að vita hverjir ætla að starfa með hverjum að hverju en ekki að menn fari í eitthvað makk um það í bakherbergjum um það eftir kosningar,“ segir Helgi í samtali við Vísi og bætir við að verði hann kjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar hann samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Hann segir mjög mikilvægt að endurnýja í forystusveitinni. „Þess vegna tilkynnti ég samhliða því þegar ég sagði frá formannsframboði mínu að ég myndi ekki sækjast eftir efsta sætinu í prófkjörinu í Reykjavík. Ég tel að í jafnaðarmannaflokki þurfi formaður ekki að vera bæði formaður og oddviti og eins til að hleypa fleirum að í þau verkefni. Ég held nefnilega að eitt af því sem við getum gert betur er að formaður flokksins hafi verið alltof mikið bundinn inni á Alþingi því árið 2016 verður pólitíkin ekki bara til á þingi heldur úti um allt samfélag.“ Aðspurður hvað honum þyki um hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns um að leggja Samfylkinguna niður og stofna nýjan flokk segir Helgi: „Það má hugsa allt en ég tel að nýtt nafn eða fleiri nýir flokkar á vinstri vængnum muni ekki leysa neinn vanda. Mér finnst líka löngu tímbært að við í Samfylkingunni réttum úr okkur og séum stolt af þeim gríðarlega viðsnúningi sem hér náðist á síðasta kjörtímabili.“ Alþingi Tengdar fréttir Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58 VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segir stjórnmálaflokk ekki glata þremur af fjórum stuðningsmönnum sínum út af útliti eða persónum heldur vegna þess að hann hafi ekki þróað stefnumál sín og skipulag með nægilega trúverðugum hætti. Samfylkingin mælist nú með afar lítið fylgi í skoðanakönnunum en í skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. „Meðal þess sem ég legg áherslu á er að við sköpum þann skýra valkost sem kjósendur eru að leita að með sem mestu samstarfi og helst kosningabandalagi stjórnarandstöðunnar fyrir næstu kosningar með áherslu á fá mál og stutt kjörtímabil. Ég held að það sé með mjög sterk ósk hjá fólki um að fá að vita hverjir ætla að starfa með hverjum að hverju en ekki að menn fari í eitthvað makk um það í bakherbergjum um það eftir kosningar,“ segir Helgi í samtali við Vísi og bætir við að verði hann kjörinn formaður Samfylkingarinnar útilokar hann samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu kosningar. Hann segir mjög mikilvægt að endurnýja í forystusveitinni. „Þess vegna tilkynnti ég samhliða því þegar ég sagði frá formannsframboði mínu að ég myndi ekki sækjast eftir efsta sætinu í prófkjörinu í Reykjavík. Ég tel að í jafnaðarmannaflokki þurfi formaður ekki að vera bæði formaður og oddviti og eins til að hleypa fleirum að í þau verkefni. Ég held nefnilega að eitt af því sem við getum gert betur er að formaður flokksins hafi verið alltof mikið bundinn inni á Alþingi því árið 2016 verður pólitíkin ekki bara til á þingi heldur úti um allt samfélag.“ Aðspurður hvað honum þyki um hugmynd Magnúsar Orra Schram sem einnig er í framboði til formanns um að leggja Samfylkinguna niður og stofna nýjan flokk segir Helgi: „Það má hugsa allt en ég tel að nýtt nafn eða fleiri nýir flokkar á vinstri vængnum muni ekki leysa neinn vanda. Mér finnst líka löngu tímbært að við í Samfylkingunni réttum úr okkur og séum stolt af þeim gríðarlega viðsnúningi sem hér náðist á síðasta kjörtímabili.“
Alþingi Tengdar fréttir Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58 VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58
VG bætir við sig tæpum sex prósentum Tæplega 20 prósent myndu kjósa VG ef kosið yrði til þings núna. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstir og hafa rúmlega 30 prósenta fylgi hvor um sig. 12. maí 2016 05:00
Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22