Íslenski boltinn

Guðjón Baldvinsson skoraði næst fljótasta mark í sögu efstu deildar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Baldvinsson var fljótur að skora í kvöld.
Guðjón Baldvinsson var fljótur að skora í kvöld. vísir/stefán
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, var hársbreidd frá því að skrifa nýjan kafla í sögubækur efstu deildar karla í fótbolta á Íslandi í kvöld.

Þessi öflugi framherji kom liði sínu yfir eftir aðeins níu sekúndur á móti Þrótti í þriðju umferð Pepsi-deildar karla og skoraði þar með næst fljótasta markið í sögu efstu deildar.

Aðeins Pétur Georg Markan, þáverandi leikmaður Vals, hefur gert betur. Hann skoraði eftir átta sekúndur á móti ÍBV í leik liðanna á Valsvellinum árið 2009.

Bjarnólfur Lárusson á þriðja fljótasta markið sem hann skoraði fyrir KR á móti FH í Kaplakrika 2007 eftir aðeins ellefu sekúndur.

Fylgjast má með leiknum í beinni textalýsingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×