Obama bauð Sigurð Inga velkominn á íslensku og grínaðist með #AskGuðmundur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 13:47 „Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Skjáskot „Ég ætla að reyna að eins og ég get að bera þetta fram rétt: Tervetuloa, velkomin, velkomenn, välkommen,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á nánast lýtalausum Norðurlandatungum þegar hann bauð ráðamenn Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands velkomna til Bandaríkjanna en þar eru þeir nú staddir í opinberri heimsókn. Það var létt yfir Obama þegar hann hélt stutta tölu þegar tekið var á móti leiðtogum Norðurlandanna og minntist hann örstutt á mennsku leitarvélina Ask Guðmundur sem Inspired by Iceland setti af stað til þess að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna. „Fyrir þá sem ætla að ferðast til Norðurlandana vil ég segja að þeir hafi ekkert að óttast. Mér skilst að Svíþjóð sé með símanúmer þar sem hægt er að tala við Svía. Ísland býður svo upp á að senda spurningar á #AskGudmundur. Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Sjá einnig: Obama gerði grín að skóm SigmundarObama fór fögrum orðum um Norðurlöndin og þakkaði þeim fyrir stuðning við Bandaríkin í gegnum árin auk þess sem hann þakkaði þeim kærlega fyrir að finna upp nytsamleg tól á borð við Skype og Spotify sem hönnuð voru á Norðurlöndunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, er sem stendur staddur í Bandaríkjunum ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, er einnig á fundinum. Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að fundurinn sé framhald fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013. Til umræðu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála.Sjá má ávarp Obama hér fyrir neðan.“We are honored to welcome, not one nation, but five—our great Nordic friends” —@POTUS #NordicVisit #NordicUSAsummit https://t.co/upBtWJ1tK9— The White House (@WhiteHouse) May 13, 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21 Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
„Ég ætla að reyna að eins og ég get að bera þetta fram rétt: Tervetuloa, velkomin, velkomenn, välkommen,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á nánast lýtalausum Norðurlandatungum þegar hann bauð ráðamenn Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands velkomna til Bandaríkjanna en þar eru þeir nú staddir í opinberri heimsókn. Það var létt yfir Obama þegar hann hélt stutta tölu þegar tekið var á móti leiðtogum Norðurlandanna og minntist hann örstutt á mennsku leitarvélina Ask Guðmundur sem Inspired by Iceland setti af stað til þess að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna. „Fyrir þá sem ætla að ferðast til Norðurlandana vil ég segja að þeir hafi ekkert að óttast. Mér skilst að Svíþjóð sé með símanúmer þar sem hægt er að tala við Svía. Ísland býður svo upp á að senda spurningar á #AskGudmundur. Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Sjá einnig: Obama gerði grín að skóm SigmundarObama fór fögrum orðum um Norðurlöndin og þakkaði þeim fyrir stuðning við Bandaríkin í gegnum árin auk þess sem hann þakkaði þeim kærlega fyrir að finna upp nytsamleg tól á borð við Skype og Spotify sem hönnuð voru á Norðurlöndunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, er sem stendur staddur í Bandaríkjunum ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, er einnig á fundinum. Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að fundurinn sé framhald fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013. Til umræðu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála.Sjá má ávarp Obama hér fyrir neðan.“We are honored to welcome, not one nation, but five—our great Nordic friends” —@POTUS #NordicVisit #NordicUSAsummit https://t.co/upBtWJ1tK9— The White House (@WhiteHouse) May 13, 2016
Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21 Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21
Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26