Innlent

Sigurður Ingi til fundar við Obama

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson heldur vestur um haf til fundar við Obama.
Sigurður Ingi Jóhannsson heldur vestur um haf til fundar við Obama.
Flest bendir til að fyrsta opinbera heimsókn Sigurðar Inga Jóhannssonar, nýskipaðs forsætisráðherra, á erlendum vettvangi verði til Barack Obama Bandaríkjaforseta. Rúmur mánuður er í að Sigurður Ingi fljúgi vestur um haf til fundar Obama. RÚV greindi fyrst frá.

Með Sigurði Inga í för verða leiðtogar hinna Norðurlandanna en um fund leiðtoga Norðurlandanna fimm og Bandaríkjaforseta er að ræða. Til umræðu verða meðal annars hryðjuverk, umhverfismál og öryggi hvað varðar kjarnavorp að því er Reuters hefur eftir forsetaembættinu vestanhafs.

Obama, Sigmundur og ráðherrar hinna Norðurlandanna haustið 2013.Vísir
Obama fundaði síðast með leiðtogum Norðurlandanna í Svíþjóð í september 2013. Þá neyddist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, til þess að klæðast ósamstæðum skóm vegna meiðsla. Var hann svo bólginn vegna sýkingar að hann komst ekki í eigin skó.

Fund Sigurðar Inga og Obama ber uppi föstudaginn 13. maí en vonandi verður Sigurður Ingi ekki jafnóheppinn hvað varðar meiðsli og Sigmundur Davíð í heimsókn sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×