Johnson sakar Cameron um samsæri með stórfyrirtækjum Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2016 21:19 Boris Johnson er ósáttur við David Cameron. Vísir/Getty Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sakar flokksfélaga sinn David Cameron forsætisráðherra Bretlands um að hafa lofað stórum fyrirtækjum góðum samningum við ríkið ef þau lýstu yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þrátíu og sex dagar eru þar til Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópu. Með hverjum deginum sem líður harðnar barátta andstæðra fylkinga sem báðar eru leiddar af íhaldsmönnum; forsætisráðherranum David Cameron og fyrrverandi borgarstjóra Lundúna Boris Johnson. Nýjasta útspil Johnson er að saka forsætisráðherrann um samsæri með stórfyrirtækjum og vísar þar til bréfs sem birtist í einu dagblaða Bretlands í dag. „Í fljótu bragði lítur út fyrir aðí skiptum fyrir stuðning viðáframhaldandi aðild fái þessi fyrirtæki íturvaxna samninga við hið opinbera. Ég held að fólk muni velta fyrir sér hvað séþarna á ferðinni og ég tel að viðþurfum að fá fullnægjandi skýringar áþvíán tafar,“ sagði Johnson þegar hann heimsótti vinnustaðí Bretlandi í dag. Adam Boulton stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir einstakt í þessari baráttu að bresku dagblöðin séu nánast öll upp til hópa á sveif með útgöngumönnum. Þau hafi til að mynda gert mikið úr heimsókn Obama til Bretlands á dögunum og gagnrýnt hann fyrir óeðlileg afskipti að innanríkismálum Breta. „Dagblöðin eru beinlínis í baráttu fyrir úrsögn. Þannig að í hvert skipti sem einhver viðburður á sér stað í baráttunni eru mál sem þessi blásin upp um leið. Það var því mikil gagnrýni á Obama forseta í dagblöðunum þar sem hann fylgdi ekki ritstjórnarlínu þeirra,“ segir Boulton. Cameron ferðast líka um landið eins og flokksbróðir hans Johnson og segir úrsögn meðal annars fela í sér að bresk fjármálafyrirtæki myndu glata mikilvægum og beinum aðgangi sínum að sameiginlega markaði Evrópu. „Að gefa þann aðgang upp á bátinn myndi án efa eyða gríðarlegum fjölda starfa. Ekki bara hér í London heldur einnig hjá fjármálamiðstöðvum víðs vegar um landið, eins og í Birmingham, Manchester, Bournemouth, Edinborg og Glasgó,“ sagði David Cameron á fundi með starfsfólki í fjármálaheiminum í dag. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sakar flokksfélaga sinn David Cameron forsætisráðherra Bretlands um að hafa lofað stórum fyrirtækjum góðum samningum við ríkið ef þau lýstu yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þrátíu og sex dagar eru þar til Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópu. Með hverjum deginum sem líður harðnar barátta andstæðra fylkinga sem báðar eru leiddar af íhaldsmönnum; forsætisráðherranum David Cameron og fyrrverandi borgarstjóra Lundúna Boris Johnson. Nýjasta útspil Johnson er að saka forsætisráðherrann um samsæri með stórfyrirtækjum og vísar þar til bréfs sem birtist í einu dagblaða Bretlands í dag. „Í fljótu bragði lítur út fyrir aðí skiptum fyrir stuðning viðáframhaldandi aðild fái þessi fyrirtæki íturvaxna samninga við hið opinbera. Ég held að fólk muni velta fyrir sér hvað séþarna á ferðinni og ég tel að viðþurfum að fá fullnægjandi skýringar áþvíán tafar,“ sagði Johnson þegar hann heimsótti vinnustaðí Bretlandi í dag. Adam Boulton stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir einstakt í þessari baráttu að bresku dagblöðin séu nánast öll upp til hópa á sveif með útgöngumönnum. Þau hafi til að mynda gert mikið úr heimsókn Obama til Bretlands á dögunum og gagnrýnt hann fyrir óeðlileg afskipti að innanríkismálum Breta. „Dagblöðin eru beinlínis í baráttu fyrir úrsögn. Þannig að í hvert skipti sem einhver viðburður á sér stað í baráttunni eru mál sem þessi blásin upp um leið. Það var því mikil gagnrýni á Obama forseta í dagblöðunum þar sem hann fylgdi ekki ritstjórnarlínu þeirra,“ segir Boulton. Cameron ferðast líka um landið eins og flokksbróðir hans Johnson og segir úrsögn meðal annars fela í sér að bresk fjármálafyrirtæki myndu glata mikilvægum og beinum aðgangi sínum að sameiginlega markaði Evrópu. „Að gefa þann aðgang upp á bátinn myndi án efa eyða gríðarlegum fjölda starfa. Ekki bara hér í London heldur einnig hjá fjármálamiðstöðvum víðs vegar um landið, eins og í Birmingham, Manchester, Bournemouth, Edinborg og Glasgó,“ sagði David Cameron á fundi með starfsfólki í fjármálaheiminum í dag.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira