Johnson sakar Cameron um samsæri með stórfyrirtækjum Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2016 21:19 Boris Johnson er ósáttur við David Cameron. Vísir/Getty Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sakar flokksfélaga sinn David Cameron forsætisráðherra Bretlands um að hafa lofað stórum fyrirtækjum góðum samningum við ríkið ef þau lýstu yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þrátíu og sex dagar eru þar til Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópu. Með hverjum deginum sem líður harðnar barátta andstæðra fylkinga sem báðar eru leiddar af íhaldsmönnum; forsætisráðherranum David Cameron og fyrrverandi borgarstjóra Lundúna Boris Johnson. Nýjasta útspil Johnson er að saka forsætisráðherrann um samsæri með stórfyrirtækjum og vísar þar til bréfs sem birtist í einu dagblaða Bretlands í dag. „Í fljótu bragði lítur út fyrir aðí skiptum fyrir stuðning viðáframhaldandi aðild fái þessi fyrirtæki íturvaxna samninga við hið opinbera. Ég held að fólk muni velta fyrir sér hvað séþarna á ferðinni og ég tel að viðþurfum að fá fullnægjandi skýringar áþvíán tafar,“ sagði Johnson þegar hann heimsótti vinnustaðí Bretlandi í dag. Adam Boulton stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir einstakt í þessari baráttu að bresku dagblöðin séu nánast öll upp til hópa á sveif með útgöngumönnum. Þau hafi til að mynda gert mikið úr heimsókn Obama til Bretlands á dögunum og gagnrýnt hann fyrir óeðlileg afskipti að innanríkismálum Breta. „Dagblöðin eru beinlínis í baráttu fyrir úrsögn. Þannig að í hvert skipti sem einhver viðburður á sér stað í baráttunni eru mál sem þessi blásin upp um leið. Það var því mikil gagnrýni á Obama forseta í dagblöðunum þar sem hann fylgdi ekki ritstjórnarlínu þeirra,“ segir Boulton. Cameron ferðast líka um landið eins og flokksbróðir hans Johnson og segir úrsögn meðal annars fela í sér að bresk fjármálafyrirtæki myndu glata mikilvægum og beinum aðgangi sínum að sameiginlega markaði Evrópu. „Að gefa þann aðgang upp á bátinn myndi án efa eyða gríðarlegum fjölda starfa. Ekki bara hér í London heldur einnig hjá fjármálamiðstöðvum víðs vegar um landið, eins og í Birmingham, Manchester, Bournemouth, Edinborg og Glasgó,“ sagði David Cameron á fundi með starfsfólki í fjármálaheiminum í dag. Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri Lundúna sakar flokksfélaga sinn David Cameron forsætisráðherra Bretlands um að hafa lofað stórum fyrirtækjum góðum samningum við ríkið ef þau lýstu yfir stuðningi við áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Þrátíu og sex dagar eru þar til Bretar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sína í Evrópu. Með hverjum deginum sem líður harðnar barátta andstæðra fylkinga sem báðar eru leiddar af íhaldsmönnum; forsætisráðherranum David Cameron og fyrrverandi borgarstjóra Lundúna Boris Johnson. Nýjasta útspil Johnson er að saka forsætisráðherrann um samsæri með stórfyrirtækjum og vísar þar til bréfs sem birtist í einu dagblaða Bretlands í dag. „Í fljótu bragði lítur út fyrir aðí skiptum fyrir stuðning viðáframhaldandi aðild fái þessi fyrirtæki íturvaxna samninga við hið opinbera. Ég held að fólk muni velta fyrir sér hvað séþarna á ferðinni og ég tel að viðþurfum að fá fullnægjandi skýringar áþvíán tafar,“ sagði Johnson þegar hann heimsótti vinnustaðí Bretlandi í dag. Adam Boulton stjórnmálaskýrandi Sky fréttastofunnar segir einstakt í þessari baráttu að bresku dagblöðin séu nánast öll upp til hópa á sveif með útgöngumönnum. Þau hafi til að mynda gert mikið úr heimsókn Obama til Bretlands á dögunum og gagnrýnt hann fyrir óeðlileg afskipti að innanríkismálum Breta. „Dagblöðin eru beinlínis í baráttu fyrir úrsögn. Þannig að í hvert skipti sem einhver viðburður á sér stað í baráttunni eru mál sem þessi blásin upp um leið. Það var því mikil gagnrýni á Obama forseta í dagblöðunum þar sem hann fylgdi ekki ritstjórnarlínu þeirra,“ segir Boulton. Cameron ferðast líka um landið eins og flokksbróðir hans Johnson og segir úrsögn meðal annars fela í sér að bresk fjármálafyrirtæki myndu glata mikilvægum og beinum aðgangi sínum að sameiginlega markaði Evrópu. „Að gefa þann aðgang upp á bátinn myndi án efa eyða gríðarlegum fjölda starfa. Ekki bara hér í London heldur einnig hjá fjármálamiðstöðvum víðs vegar um landið, eins og í Birmingham, Manchester, Bournemouth, Edinborg og Glasgó,“ sagði David Cameron á fundi með starfsfólki í fjármálaheiminum í dag.
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent