Mistök við sölu Ásmundarsalar algjört einsdæmi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. maí 2016 19:15 Hús listasafns ASÍ, Ásmundarsalur, var selt á lægra verði en hægt hefði verið að fá fyrir það en hærra tilboð barst aldrei til seljanda hússins vegna mistaka fasteignasala. Formaður Félags Fasteignasala segir málið mjög óvenjulegt og veit ekki til þess að slík mistök hafi áður orðið. Viku eftir að tilkynnt var um sölu hússins var það selt fyrir 168 milljónir króna. Morgunblaðið greindi svo frá því í dag hærra tilboð hafi borist en að vegna mistaka fasteignasölunnar Valhallar, sem sá um söluna, hafi tilboðið ekki borist seljandanum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segist líta málið alvarlegum augum og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að láta fasteignasöluna greiða mismuninn. Framkvæmdastjóri Valhallar sagðist í samtali við fréttastofu í dag harma þá stöðu sem upp er komin og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir að fasteignasalar séu yfirleitt með skýrt verklag þegar verið sé að að ganga frá kaupum og sölu eigna. „Það er auðvitað hlutverk fasteignasala að gæta réttar kaupanda og seljanda. Það er okkar lögbundna hlutverk. Það er mjög mikilvægt hjá öllum fasteignasölum að vera með skýrar verklagsreglur og gæðahandbók varðandi það hvernig tekið er á svona hlutum. Þegar mörg tilboð koma í eignir og hvernig unnið er með það til að tryggja að svona lagað gerist ekki,“ segir hann. Kjartan man ekki eftir að samskonar mál hafi komið upp. „Ég þekki bara ekki til í seinni tíð að svona mál hafi komið upp, þó að ég kannski þekki ekki til allra mála. Þetta er einstakt mál myndi ég halda og mjög óvenjulegt,“ segir hann. Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal "Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. 7. maí 2016 07:00 Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45 Furða sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók Alþýðusamband Íslands seldi salinn á föstudaginn var, aðeins viku eftir að hann var auglýstur til sölu. 11. maí 2016 16:28 Fasteignasalan sem annaðist sölu á Ásmundarsal: Öxlum ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni Forseti ASÍ segir hæsta tilboðinu í Ásmundarsal ekki hafa verið tekið. Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar harmar stöðuna sem er komin upp. 18. maí 2016 12:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Fylgstu með fréttatímanum í beinni útsendingu. 18. maí 2016 18:18 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Hús listasafns ASÍ, Ásmundarsalur, var selt á lægra verði en hægt hefði verið að fá fyrir það en hærra tilboð barst aldrei til seljanda hússins vegna mistaka fasteignasala. Formaður Félags Fasteignasala segir málið mjög óvenjulegt og veit ekki til þess að slík mistök hafi áður orðið. Viku eftir að tilkynnt var um sölu hússins var það selt fyrir 168 milljónir króna. Morgunblaðið greindi svo frá því í dag hærra tilboð hafi borist en að vegna mistaka fasteignasölunnar Valhallar, sem sá um söluna, hafi tilboðið ekki borist seljandanum. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segist líta málið alvarlegum augum og að nú sé verið að skoða hvort hægt sé að láta fasteignasöluna greiða mismuninn. Framkvæmdastjóri Valhallar sagðist í samtali við fréttastofu í dag harma þá stöðu sem upp er komin og að verið sé að skoða málið ofan í kjölinn. Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala segir að fasteignasalar séu yfirleitt með skýrt verklag þegar verið sé að að ganga frá kaupum og sölu eigna. „Það er auðvitað hlutverk fasteignasala að gæta réttar kaupanda og seljanda. Það er okkar lögbundna hlutverk. Það er mjög mikilvægt hjá öllum fasteignasölum að vera með skýrar verklagsreglur og gæðahandbók varðandi það hvernig tekið er á svona hlutum. Þegar mörg tilboð koma í eignir og hvernig unnið er með það til að tryggja að svona lagað gerist ekki,“ segir hann. Kjartan man ekki eftir að samskonar mál hafi komið upp. „Ég þekki bara ekki til í seinni tíð að svona mál hafi komið upp, þó að ég kannski þekki ekki til allra mála. Þetta er einstakt mál myndi ég halda og mjög óvenjulegt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal "Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. 7. maí 2016 07:00 Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45 Furða sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók Alþýðusamband Íslands seldi salinn á föstudaginn var, aðeins viku eftir að hann var auglýstur til sölu. 11. maí 2016 16:28 Fasteignasalan sem annaðist sölu á Ásmundarsal: Öxlum ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni Forseti ASÍ segir hæsta tilboðinu í Ásmundarsal ekki hafa verið tekið. Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar harmar stöðuna sem er komin upp. 18. maí 2016 12:24 Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Fylgstu með fréttatímanum í beinni útsendingu. 18. maí 2016 18:18 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Gengið hefur verið frá sölu á Ásmundarsal sem hýst hefur Listasafn ASÍ unfanfarin ár. 6. maí 2016 13:42
1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55
Sorgmæddur formaður vegna sölu á Ásmundarsal "Við erum ótrúlega sorgmædd yfir þessu. Þetta lyktar af því að hafa verið ákveðið fyrirfram,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). ASÍ hefur selt Ásmundarsal þar sem Listasafn ASÍ hefur verið til húsa um árabil. 7. maí 2016 07:00
Keyptu Ásmundarsal á 168 milljónir króna Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir Ásmundarsal á Freyjugötu en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir. 6. maí 2016 14:45
Furða sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók Alþýðusamband Íslands seldi salinn á föstudaginn var, aðeins viku eftir að hann var auglýstur til sölu. 11. maí 2016 16:28
Fasteignasalan sem annaðist sölu á Ásmundarsal: Öxlum ábyrgð ef við höfum sannarlega valdið tjóni Forseti ASÍ segir hæsta tilboðinu í Ásmundarsal ekki hafa verið tekið. Framkvæmdastjóri fasteignasölunnar harmar stöðuna sem er komin upp. 18. maí 2016 12:24
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Fylgstu með fréttatímanum í beinni útsendingu. 18. maí 2016 18:18