Nýir eigendur Ásmundarsals ætla að tryggja áframhaldandi menningarstarfsemi í húsinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2016 13:42 Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson hafa keypt Ásmundarsal við Freyjugötu sem um árabil hefur verið í eigu Listasafns ASÍ. Nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda lista- og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera og því hafi Alþýðusamband Íslands ákveðið að selja Ásmundarsal. Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti nokkru síðar yfir áhyggjum um að húsið yrði ekki nýtt undir list- og menningarstarfsemi líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á.Um 1.500 manns skrifuðu undir áskriftarsöfnun þar sem skorað var á Alþýðusamband Íslands og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal. Nýjir eigendur hafa nú tekið við og hyggjast þeir leggja áherslu á list- og menningartengda starfsemi í húsnæðinu. „Við munum jöfnum höndum styðja við unga hönnuði og listamenn auk þess að vera í nánu samstarfi við virta og þekkta listamenn bæði innlenda og erlenda og skapa þannig fjölbreytta og nútímalega listamiðstöð,“ segir Aðalheiður Magnúsdóttir, annar kaupanda Ásmundarsals. „Alþýðusambandið fagnar mjög áformum Aðalheiðar og Sigurbjörns að reka áfram listastarfsemi í Ásmundarsal við Freyjugötu,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ. „Þessi niðurstaða er fullkomlega í takt við þær væntingar sem ASÍ hafði þegar húsið var sett í söluferli.“ Listasafn ASÍ verður með starfsemi í húsinu fram á haust þegar nýju eigendurnir taka við starfseminni. Tengdar fréttir 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson hafa keypt Ásmundarsal við Freyjugötu sem um árabil hefur verið í eigu Listasafns ASÍ. Nýir eigendur ætla að leggja áherslu á að viðhalda lista- og menningarhlutverki hússins. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera og því hafi Alþýðusamband Íslands ákveðið að selja Ásmundarsal. Samband íslenskra myndlistarmanna lýsti nokkru síðar yfir áhyggjum um að húsið yrði ekki nýtt undir list- og menningarstarfsemi líkt og Ásmundur Sveinsson myndhöggvari, sem lét reisa húsið, lagði áherslu á.Um 1.500 manns skrifuðu undir áskriftarsöfnun þar sem skorað var á Alþýðusamband Íslands og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal. Nýjir eigendur hafa nú tekið við og hyggjast þeir leggja áherslu á list- og menningartengda starfsemi í húsnæðinu. „Við munum jöfnum höndum styðja við unga hönnuði og listamenn auk þess að vera í nánu samstarfi við virta og þekkta listamenn bæði innlenda og erlenda og skapa þannig fjölbreytta og nútímalega listamiðstöð,“ segir Aðalheiður Magnúsdóttir, annar kaupanda Ásmundarsals. „Alþýðusambandið fagnar mjög áformum Aðalheiðar og Sigurbjörns að reka áfram listastarfsemi í Ásmundarsal við Freyjugötu,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ. „Þessi niðurstaða er fullkomlega í takt við þær væntingar sem ASÍ hafði þegar húsið var sett í söluferli.“ Listasafn ASÍ verður með starfsemi í húsinu fram á haust þegar nýju eigendurnir taka við starfseminni.
Tengdar fréttir 1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55 Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Undirskriftasöfnun á netinu miðar að því að sala húsnæðis Listasafns ASÍ verði endurskoðuð. 4. maí 2016 12:55
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23
SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40