Innlent

Furða sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Úr sýningarrými Listasafns ASÍ.
Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli
Samband íslenskra myndlistamanna furðar sig á hversu skamman tíma söluferli Ásmundarsals tók. Alþýðusamband Íslands seldi salinn á föstudaginn var, aðeins viku eftir að hann var auglýstur til sölu.

Í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér ítrekar það óánægju sína með að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila í aðdraganda sölunnar. Þá telur sambandið að eðlilegt hefði verið að auglýsa tilboðsfresti opinberlega vegna söluferlisins.

Myndlistamennirnir segja óvissu ríkja um það hvernig safneign ASÍ verður sýnd framvegis en listasafni ASÍ tilheyri mörg af fegurstu verkum íslenskrar myndlistarsögu. Sambandið vill að safnaeigninni verði tryggt nýtt sýningarrými svo hægt verði að sýna verkin.

Fjárfestarnir og hjónin Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir borguðu 168 milljónir fyrir húsið en þar hefur Listasafn ASÍ verið með starfsemi um árabil. Fasteignamat hússins er 78,7 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×