Skiptar skoðanir um ákvörðun forseta 9. maí 2016 22:09 Guðni, Halla og Andri. Vísir/Anton/Stefán Skiptar skoðanir eru um ákvörðun forseta meðal kjósenda hér á landi og virðast breytingar síðustu daga hafa haft þó nokkur áhrif á stöðuna í baráttunni um Bessastaði. Rætt var við þau Guðna Th. Jóhannesson, Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni Th. segir könnunina hafa strax orðið útelta og því væri ekki hægt að taka of mikið mark á henni. „En ég finn góðan stuðning og það er verk að vinna. Við höldum bara áfram.“ Aðspurður um hvort hann teldi að Davíð Oddsson myndi taka fylgi frá sér sagði Guðni að enginn ætti fylgi. „Fylgið fer til forsetaefnanna eftir því sem fólkið ákveður. Þannig að Davíð mun örugglega mælast með eitthvert fylgi, en hvaðan það kemur og hvort það endar þar að lokum veit ég ekkert um.“ Halla, sagðist enn telja að hún ætti líkur á kjöri. Baráttan væri stutt komin og hún væri rétt byrjuð að kynna sín mál og sig. „Ég er líklega minnst þekkt af frambjóðendunum og ég var að koma núna frá því að fara hringinn í kringum landið og hitta þjóðina. Viðtökurnar sem ég fékk gefa mér fullt tilefni til að vera bjartsýn. Eins og við sáum á síðasta sólarhring, þá er svo margt eftir þar til við förum í alvöru samtal um framtíðina.“ Hún sagðist telja að ákvörðun Ólafs Ragnars, forseta, að hætta við framboð hafi verið góð ákvörðun.Tækifæri til að horfa til framtíðar „Ég er þakklát vegna þess að með þessu gefur hann okkur tækifæri til að horfa til framtíðar og velja okkur forseta sem að getur verið fyrirliði fyrir ný gildi og nýjar áherslur í þessu samfélagi. Ég held að það verði eftirspurn eftir kvenlegum gildum á Bessastöðum.“ Andri Snær sagði síðustu vikur hafa verið ákaflega merkilegan tíma. Þessar sveiflurnar væru með slíkum ólíkindum að ekki væri hægt að reikna út hvað gerist í næstu viku. „Það er áhugavert að vera kominn með Davíð inn á völlinn. Okkar leiðtoga æskunnar og það verður eitthvað uppgjör þar.“ Hann sagði að framboð Davíðs breytti stöðunni ekki. Skoðanir Reykvíkinga voru mismunandi. Miðað við þá sem rætt var við í dag voru margir ekki búnir að ákveða sig enn. Þá er ljóst að brotthvarf Ólafs Ragnars og innkoma Davíðs breytti stöðunni verulega. Guðni, Halla og Andri byrjar hér að neðan eftir eina mínútu og fjörutíu sekúndur. Forsetakjör Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun forseta meðal kjósenda hér á landi og virðast breytingar síðustu daga hafa haft þó nokkur áhrif á stöðuna í baráttunni um Bessastaði. Rætt var við þau Guðna Th. Jóhannesson, Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni Th. segir könnunina hafa strax orðið útelta og því væri ekki hægt að taka of mikið mark á henni. „En ég finn góðan stuðning og það er verk að vinna. Við höldum bara áfram.“ Aðspurður um hvort hann teldi að Davíð Oddsson myndi taka fylgi frá sér sagði Guðni að enginn ætti fylgi. „Fylgið fer til forsetaefnanna eftir því sem fólkið ákveður. Þannig að Davíð mun örugglega mælast með eitthvert fylgi, en hvaðan það kemur og hvort það endar þar að lokum veit ég ekkert um.“ Halla, sagðist enn telja að hún ætti líkur á kjöri. Baráttan væri stutt komin og hún væri rétt byrjuð að kynna sín mál og sig. „Ég er líklega minnst þekkt af frambjóðendunum og ég var að koma núna frá því að fara hringinn í kringum landið og hitta þjóðina. Viðtökurnar sem ég fékk gefa mér fullt tilefni til að vera bjartsýn. Eins og við sáum á síðasta sólarhring, þá er svo margt eftir þar til við förum í alvöru samtal um framtíðina.“ Hún sagðist telja að ákvörðun Ólafs Ragnars, forseta, að hætta við framboð hafi verið góð ákvörðun.Tækifæri til að horfa til framtíðar „Ég er þakklát vegna þess að með þessu gefur hann okkur tækifæri til að horfa til framtíðar og velja okkur forseta sem að getur verið fyrirliði fyrir ný gildi og nýjar áherslur í þessu samfélagi. Ég held að það verði eftirspurn eftir kvenlegum gildum á Bessastöðum.“ Andri Snær sagði síðustu vikur hafa verið ákaflega merkilegan tíma. Þessar sveiflurnar væru með slíkum ólíkindum að ekki væri hægt að reikna út hvað gerist í næstu viku. „Það er áhugavert að vera kominn með Davíð inn á völlinn. Okkar leiðtoga æskunnar og það verður eitthvað uppgjör þar.“ Hann sagði að framboð Davíðs breytti stöðunni ekki. Skoðanir Reykvíkinga voru mismunandi. Miðað við þá sem rætt var við í dag voru margir ekki búnir að ákveða sig enn. Þá er ljóst að brotthvarf Ólafs Ragnars og innkoma Davíðs breytti stöðunni verulega. Guðni, Halla og Andri byrjar hér að neðan eftir eina mínútu og fjörutíu sekúndur.
Forsetakjör Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Sjá meira