Skiptar skoðanir um ákvörðun forseta 9. maí 2016 22:09 Guðni, Halla og Andri. Vísir/Anton/Stefán Skiptar skoðanir eru um ákvörðun forseta meðal kjósenda hér á landi og virðast breytingar síðustu daga hafa haft þó nokkur áhrif á stöðuna í baráttunni um Bessastaði. Rætt var við þau Guðna Th. Jóhannesson, Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni Th. segir könnunina hafa strax orðið útelta og því væri ekki hægt að taka of mikið mark á henni. „En ég finn góðan stuðning og það er verk að vinna. Við höldum bara áfram.“ Aðspurður um hvort hann teldi að Davíð Oddsson myndi taka fylgi frá sér sagði Guðni að enginn ætti fylgi. „Fylgið fer til forsetaefnanna eftir því sem fólkið ákveður. Þannig að Davíð mun örugglega mælast með eitthvert fylgi, en hvaðan það kemur og hvort það endar þar að lokum veit ég ekkert um.“ Halla, sagðist enn telja að hún ætti líkur á kjöri. Baráttan væri stutt komin og hún væri rétt byrjuð að kynna sín mál og sig. „Ég er líklega minnst þekkt af frambjóðendunum og ég var að koma núna frá því að fara hringinn í kringum landið og hitta þjóðina. Viðtökurnar sem ég fékk gefa mér fullt tilefni til að vera bjartsýn. Eins og við sáum á síðasta sólarhring, þá er svo margt eftir þar til við förum í alvöru samtal um framtíðina.“ Hún sagðist telja að ákvörðun Ólafs Ragnars, forseta, að hætta við framboð hafi verið góð ákvörðun.Tækifæri til að horfa til framtíðar „Ég er þakklát vegna þess að með þessu gefur hann okkur tækifæri til að horfa til framtíðar og velja okkur forseta sem að getur verið fyrirliði fyrir ný gildi og nýjar áherslur í þessu samfélagi. Ég held að það verði eftirspurn eftir kvenlegum gildum á Bessastöðum.“ Andri Snær sagði síðustu vikur hafa verið ákaflega merkilegan tíma. Þessar sveiflurnar væru með slíkum ólíkindum að ekki væri hægt að reikna út hvað gerist í næstu viku. „Það er áhugavert að vera kominn með Davíð inn á völlinn. Okkar leiðtoga æskunnar og það verður eitthvað uppgjör þar.“ Hann sagði að framboð Davíðs breytti stöðunni ekki. Skoðanir Reykvíkinga voru mismunandi. Miðað við þá sem rætt var við í dag voru margir ekki búnir að ákveða sig enn. Þá er ljóst að brotthvarf Ólafs Ragnars og innkoma Davíðs breytti stöðunni verulega. Guðni, Halla og Andri byrjar hér að neðan eftir eina mínútu og fjörutíu sekúndur. Forsetakjör Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ákvörðun forseta meðal kjósenda hér á landi og virðast breytingar síðustu daga hafa haft þó nokkur áhrif á stöðuna í baráttunni um Bessastaði. Rætt var við þau Guðna Th. Jóhannesson, Höllu Tómasdóttur og Andra Snæ Magnason í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni Th. segir könnunina hafa strax orðið útelta og því væri ekki hægt að taka of mikið mark á henni. „En ég finn góðan stuðning og það er verk að vinna. Við höldum bara áfram.“ Aðspurður um hvort hann teldi að Davíð Oddsson myndi taka fylgi frá sér sagði Guðni að enginn ætti fylgi. „Fylgið fer til forsetaefnanna eftir því sem fólkið ákveður. Þannig að Davíð mun örugglega mælast með eitthvert fylgi, en hvaðan það kemur og hvort það endar þar að lokum veit ég ekkert um.“ Halla, sagðist enn telja að hún ætti líkur á kjöri. Baráttan væri stutt komin og hún væri rétt byrjuð að kynna sín mál og sig. „Ég er líklega minnst þekkt af frambjóðendunum og ég var að koma núna frá því að fara hringinn í kringum landið og hitta þjóðina. Viðtökurnar sem ég fékk gefa mér fullt tilefni til að vera bjartsýn. Eins og við sáum á síðasta sólarhring, þá er svo margt eftir þar til við förum í alvöru samtal um framtíðina.“ Hún sagðist telja að ákvörðun Ólafs Ragnars, forseta, að hætta við framboð hafi verið góð ákvörðun.Tækifæri til að horfa til framtíðar „Ég er þakklát vegna þess að með þessu gefur hann okkur tækifæri til að horfa til framtíðar og velja okkur forseta sem að getur verið fyrirliði fyrir ný gildi og nýjar áherslur í þessu samfélagi. Ég held að það verði eftirspurn eftir kvenlegum gildum á Bessastöðum.“ Andri Snær sagði síðustu vikur hafa verið ákaflega merkilegan tíma. Þessar sveiflurnar væru með slíkum ólíkindum að ekki væri hægt að reikna út hvað gerist í næstu viku. „Það er áhugavert að vera kominn með Davíð inn á völlinn. Okkar leiðtoga æskunnar og það verður eitthvað uppgjör þar.“ Hann sagði að framboð Davíðs breytti stöðunni ekki. Skoðanir Reykvíkinga voru mismunandi. Miðað við þá sem rætt var við í dag voru margir ekki búnir að ákveða sig enn. Þá er ljóst að brotthvarf Ólafs Ragnars og innkoma Davíðs breytti stöðunni verulega. Guðni, Halla og Andri byrjar hér að neðan eftir eina mínútu og fjörutíu sekúndur.
Forsetakjör Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira