Enski boltinn

Nauðgunardómurinn yfir Evans ógiltur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Evans í leik með Sheff. Utd.
Evans í leik með Sheff. Utd. vísir/getty
Þó svo Ched Evans sé búinn að sitja í fangelsi vegna nauðgunar þá er áfrýjunardómstóll búinn að ógilda dóminn og það verður réttað yfir Evans á ný.

Þessi fyrrum landsliðsmaður Wales fór í fangelsi árið 2012 fyrir að nauðga 19 ára stúlku. Hann slapp úr fangelsinu í október árið 2014 eftir að hafa afplánað helminginn af fimm ára dómi.

Hinn 27 ára gamli Evans, sem lék með Sheff. Utd, Man. City og Norwich, hefur alltaf neitað því að hafa nauðgað stúlkunni.

Það komu ný sönnunargögn fram í áfrýjuninni sem gerði það að verkum að Evans fær ný réttarhöld. Ef hann vinnur þau bíða hans klárlega ansi háar skaðabætur frá breska ríkinu.

Ekkert félag hefur viljað semja við Evans síðan hann kom úr fangelsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×