Við erum ekki hætt að hlusta á Prince Birta Björnsdóttir skrifar 22. apríl 2016 20:00 Fjölmargar stórstjörnur hafa vottað Prince virðingu sína frá því að frétti bárust af andláti hans í gær, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Þá hefur fjöldi þekktra bygginga verið baðaður fjólubláu ljósi til minningar um söngvarann. Niagra fossarnir voru meðal annars fjólubláir í gær, upphaflega að tilefni níræðisafmælis Elísabetar Englandsdrottningar, en merkingin varð önnur eftir að fréttir af andláti Prince spurðust út. Prince átti aðdáendur víða um heim og flokkast Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands sannarlega sem einn slíkur. „Ég byrjaði að hlusta á hann svona áru eftir að Purple Rain kom út, ég náði henni til dæmis ekki í bíó. Það var eiginlega platan sem koma á eftir Purple Rain sem kveikti ljósin hjá mér," segir Þórir. Hann hefur farið á 14 tónleika með Prince og hefur hitt hann einu sinni. „Þar bauð hann aðdáendaklúbbi sínum að koma fyrir tónleika og hlusta á um tveggja tíma upphitun. Að því loknu kom han út í sal og spjallaði við okkur. Það eru einu kynni mín af honum, fyrir utan músíkina," segir Þórir. Hann segir auðvelt að benda á yfirburði Prince á sínu sviði. „Í stuttu máli ertu með tónlistarmenn sem eru kannski góðir söngvarar, góðir gítarleikarar, eða góðir texta- og lagasmiðir. Í þessum manni kom saman söngvari, gítarleikari, textahöfundur, lagahöfundur, pródúser og sviðsmaður á heimsmælikvarða," segir Þórir. Þórir segir dauða Prince hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara í sjokki eins og restin af heiminum og er það í sjálfu sér enn. En maður verður bara að horfa á það þannig að það er svo mikið efni sem hann skilur eftir sig. Svo veit ég fyrir víst að það er til töluvert meira af efni sem ekki hefur verið gefið út. Hann á þúsundir laga, tónleika, heimildarmynda og bíómynda sem hann hefur látið gera um sig í gegnum tíðina og er geymt í sérstakri hvelfingu í stúdíóinu hans í Minneapolis. Svo við erum alls ekki hætt að hlusta á Prince þó hann sé farinn á annan stað," segir Þórir. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Fjölmargar stórstjörnur hafa vottað Prince virðingu sína frá því að frétti bárust af andláti hans í gær, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Þá hefur fjöldi þekktra bygginga verið baðaður fjólubláu ljósi til minningar um söngvarann. Niagra fossarnir voru meðal annars fjólubláir í gær, upphaflega að tilefni níræðisafmælis Elísabetar Englandsdrottningar, en merkingin varð önnur eftir að fréttir af andláti Prince spurðust út. Prince átti aðdáendur víða um heim og flokkast Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands sannarlega sem einn slíkur. „Ég byrjaði að hlusta á hann svona áru eftir að Purple Rain kom út, ég náði henni til dæmis ekki í bíó. Það var eiginlega platan sem koma á eftir Purple Rain sem kveikti ljósin hjá mér," segir Þórir. Hann hefur farið á 14 tónleika með Prince og hefur hitt hann einu sinni. „Þar bauð hann aðdáendaklúbbi sínum að koma fyrir tónleika og hlusta á um tveggja tíma upphitun. Að því loknu kom han út í sal og spjallaði við okkur. Það eru einu kynni mín af honum, fyrir utan músíkina," segir Þórir. Hann segir auðvelt að benda á yfirburði Prince á sínu sviði. „Í stuttu máli ertu með tónlistarmenn sem eru kannski góðir söngvarar, góðir gítarleikarar, eða góðir texta- og lagasmiðir. Í þessum manni kom saman söngvari, gítarleikari, textahöfundur, lagahöfundur, pródúser og sviðsmaður á heimsmælikvarða," segir Þórir. Þórir segir dauða Prince hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara í sjokki eins og restin af heiminum og er það í sjálfu sér enn. En maður verður bara að horfa á það þannig að það er svo mikið efni sem hann skilur eftir sig. Svo veit ég fyrir víst að það er til töluvert meira af efni sem ekki hefur verið gefið út. Hann á þúsundir laga, tónleika, heimildarmynda og bíómynda sem hann hefur látið gera um sig í gegnum tíðina og er geymt í sérstakri hvelfingu í stúdíóinu hans í Minneapolis. Svo við erum alls ekki hætt að hlusta á Prince þó hann sé farinn á annan stað," segir Þórir.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira