Við erum ekki hætt að hlusta á Prince Birta Björnsdóttir skrifar 22. apríl 2016 20:00 Fjölmargar stórstjörnur hafa vottað Prince virðingu sína frá því að frétti bárust af andláti hans í gær, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Þá hefur fjöldi þekktra bygginga verið baðaður fjólubláu ljósi til minningar um söngvarann. Niagra fossarnir voru meðal annars fjólubláir í gær, upphaflega að tilefni níræðisafmælis Elísabetar Englandsdrottningar, en merkingin varð önnur eftir að fréttir af andláti Prince spurðust út. Prince átti aðdáendur víða um heim og flokkast Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands sannarlega sem einn slíkur. „Ég byrjaði að hlusta á hann svona áru eftir að Purple Rain kom út, ég náði henni til dæmis ekki í bíó. Það var eiginlega platan sem koma á eftir Purple Rain sem kveikti ljósin hjá mér," segir Þórir. Hann hefur farið á 14 tónleika með Prince og hefur hitt hann einu sinni. „Þar bauð hann aðdáendaklúbbi sínum að koma fyrir tónleika og hlusta á um tveggja tíma upphitun. Að því loknu kom han út í sal og spjallaði við okkur. Það eru einu kynni mín af honum, fyrir utan músíkina," segir Þórir. Hann segir auðvelt að benda á yfirburði Prince á sínu sviði. „Í stuttu máli ertu með tónlistarmenn sem eru kannski góðir söngvarar, góðir gítarleikarar, eða góðir texta- og lagasmiðir. Í þessum manni kom saman söngvari, gítarleikari, textahöfundur, lagahöfundur, pródúser og sviðsmaður á heimsmælikvarða," segir Þórir. Þórir segir dauða Prince hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara í sjokki eins og restin af heiminum og er það í sjálfu sér enn. En maður verður bara að horfa á það þannig að það er svo mikið efni sem hann skilur eftir sig. Svo veit ég fyrir víst að það er til töluvert meira af efni sem ekki hefur verið gefið út. Hann á þúsundir laga, tónleika, heimildarmynda og bíómynda sem hann hefur látið gera um sig í gegnum tíðina og er geymt í sérstakri hvelfingu í stúdíóinu hans í Minneapolis. Svo við erum alls ekki hætt að hlusta á Prince þó hann sé farinn á annan stað," segir Þórir. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Fjölmargar stórstjörnur hafa vottað Prince virðingu sína frá því að frétti bárust af andláti hans í gær, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Þá hefur fjöldi þekktra bygginga verið baðaður fjólubláu ljósi til minningar um söngvarann. Niagra fossarnir voru meðal annars fjólubláir í gær, upphaflega að tilefni níræðisafmælis Elísabetar Englandsdrottningar, en merkingin varð önnur eftir að fréttir af andláti Prince spurðust út. Prince átti aðdáendur víða um heim og flokkast Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands sannarlega sem einn slíkur. „Ég byrjaði að hlusta á hann svona áru eftir að Purple Rain kom út, ég náði henni til dæmis ekki í bíó. Það var eiginlega platan sem koma á eftir Purple Rain sem kveikti ljósin hjá mér," segir Þórir. Hann hefur farið á 14 tónleika með Prince og hefur hitt hann einu sinni. „Þar bauð hann aðdáendaklúbbi sínum að koma fyrir tónleika og hlusta á um tveggja tíma upphitun. Að því loknu kom han út í sal og spjallaði við okkur. Það eru einu kynni mín af honum, fyrir utan músíkina," segir Þórir. Hann segir auðvelt að benda á yfirburði Prince á sínu sviði. „Í stuttu máli ertu með tónlistarmenn sem eru kannski góðir söngvarar, góðir gítarleikarar, eða góðir texta- og lagasmiðir. Í þessum manni kom saman söngvari, gítarleikari, textahöfundur, lagahöfundur, pródúser og sviðsmaður á heimsmælikvarða," segir Þórir. Þórir segir dauða Prince hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara í sjokki eins og restin af heiminum og er það í sjálfu sér enn. En maður verður bara að horfa á það þannig að það er svo mikið efni sem hann skilur eftir sig. Svo veit ég fyrir víst að það er til töluvert meira af efni sem ekki hefur verið gefið út. Hann á þúsundir laga, tónleika, heimildarmynda og bíómynda sem hann hefur látið gera um sig í gegnum tíðina og er geymt í sérstakri hvelfingu í stúdíóinu hans í Minneapolis. Svo við erum alls ekki hætt að hlusta á Prince þó hann sé farinn á annan stað," segir Þórir.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira