Erlent

Baráttufólk prýðir peningaseðla

Birta Björnsdóttir skrifar
Harriet Tubman.
Harriet Tubman.
Fyrrum forseti landsins, Andrew Jackson, víkur af framhlið 20 dollara seðilsins yfir á baklhiðina fyrir Harriet Tubman. Það hefði einhvern tíman þótt saga til næsta bæjar en á meðan Jackson hélt þræla í valdatíð sinni er Tubman þekktust fyrir baráttu sína gegn þrælahaldi..

„Harriet Tubman er dæmi um eina af þessum frábæru bandarísku sögum. Hún var fædd í þrældómi og var ólæs alla sína ævi. Hún endaði svo á að frelsa marga þræla úr ánauð og setti líf sitt í hættu við það," sagði Jack Lew, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Alexander Hamilton heldur sinni stöðu á framhlið 10 dollara seðilsins en á bakhliðina bætast við fimm þekktar súffragettur, baráttukonur fyrir kosningarétti kvenna.

Abraham Lincon heldur sömuleiðis framhlið fimm dollara seðilsins en á bakhliðina bætast við fyrrum forsetafrúin Eleanor Roosevelt, baráttumaðurinn Martin Luther King og óperusöngkonan Marian Anderson, sem var fyrsta svarta konan til að syngja í Metropolitan Óperunni í New York.

Það er þó ekki alveg á næstunni sem Bandaríkjamenn geta farið að fylla veskin af nýjum andlitum. Peningarnir verða prentaðir árið 2020 og komast í umferð skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×