Erlent

Abrini viðurkennir að vera maðurinn með hattinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Abrini hafði verið á flótta í fimm mánuði.
Abrini hafði verið á flótta í fimm mánuði. Vísir/EPA
Saksóknarar í Belgíu segja manninn sem handtekinn var síðastliðinn föstudag hafa viðurkennt að hafa verið maðurinn með hattinn sem sást með sprengjumönnunum á Zaventem-flugvellinu í Brussel 22. mars síðastliðinn.

Maðurinn heitir Mohamed Abrini en hann sagði við yfirheyrslu að hann hefði verið á vettvangi sjálfsvígsprengjuárásarinnar á flugvellinum.

Abrini var einnig eftirlýstur vegna árásanna í París í Frakklandi í nóvember síðastliðnum þar sem 130 manns létu lífið. Hann er einn af sex mönnum sem voru handteknir í Brussel á föstudag. Fjórir þeirra hafa verið ákærðir fyrir hryðjuverk. 32 létu lífið í árásunum á Zaventem-flugvöllinn og lestarstöðina í Brussel. Telja yfirvöld í Belgíu að þeir sem skipulögðu árásirnar í Brussel og París hafi tengst neti hryðjuverkamanna sem styðja hryðjuverkasamtökin ISIS.

Í tilkynningu frá embætti ríkissaksóknara í Belgíu kom fram að Abrini, 31 árs Belgi, hafi viðurkennt að vera maðurinn með  hattinn eftir að hafa verið bent á að öll sönnunargögn ákæruvaldsins bentu til þess. 

„Hann sagðist hafa hent jakkanum sínum í ruslafötu og selt hattinn sinn eftir árásina,“ segir í tilkynningunni. Fingraför Abrini og lífsýni fundust í tveimur húsum í Brussels þar sem hryðjuverkamennirnir eru sagðir hafa haldið til og í bíl sem var notaður í tengslum við árásirnar í París. 


Tengdar fréttir

Grunaður hryðjuverkamaður handtekinn í Brussel

Lögregluyfirvöld í Brussel hafa handtekið Mohamed Abrini en hann var sá eini sem enn var leitað að í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember á seinasta ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.