Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2016 19:20 Benedikt Kristján Mewes. Mynd/aðsend „Ég gerði upp hug minn fyrir helgi og er nú á fullu að safna undirskriftum,“ segir Benedikt Kristján Mewes í samtali við Vísi. Benedikt er einn þeirra sem stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Benedikt er fæddur árið 1977 í Þýskalandi en hann er menntaður mjólkurfræðingur. Hann flutti hingað til lands árið 2001 og fékk ríkisborgararétt árið 2009. Benedikt er kvæntur Manuel Francesco Mewes sem er einnig upprunalega frá Þýskalandi. „Mig langar að verða fyrsti samkynhneigði maðurinn sem verður forseti. Ég geri mér svo sem ekki alltof miklar vonir um að ná kjöri en það er aldrei að vita. Ég vil sjá hvað ég kemst langt.“ Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að helstu baráttumál Benedikts séu að tryggja að jafnrétti kynjanna sé virt í hvívetna og að einelti verði útrýmt. Þá segir hann í samtali við Vísi að hann vilji að Ísland verði fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að því að virða mannréttindi. „Ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að fara að því að útrýma einelti. Ég hef í huga að málefnið verði í forgrunni í öllum ávörpum. Foreldrar og kennarar verða að hafa augun opin fyrir málefninu og ekki horfa í burtu þegar þau verða vör við einelti.“ Sem stendur starfar Benedikt hjá Póstdreifingu en hann hefur einnig setið í stjórn Færeyingafélagsins. Þá tók hann eitt sinn þátt í íslenska Idolinu og var valinn eftirminnilegasti þátttakandi keppninnar árið 2006. Þá söng hann Thank You For The Music með ABBA. Benedikt er þrettándi aðilinn sem tilkynnir forsetaframboð. Sá fjórtándi, Andri Snær Magnason, tilkynnir framboð á morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Ég gerði upp hug minn fyrir helgi og er nú á fullu að safna undirskriftum,“ segir Benedikt Kristján Mewes í samtali við Vísi. Benedikt er einn þeirra sem stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Benedikt er fæddur árið 1977 í Þýskalandi en hann er menntaður mjólkurfræðingur. Hann flutti hingað til lands árið 2001 og fékk ríkisborgararétt árið 2009. Benedikt er kvæntur Manuel Francesco Mewes sem er einnig upprunalega frá Þýskalandi. „Mig langar að verða fyrsti samkynhneigði maðurinn sem verður forseti. Ég geri mér svo sem ekki alltof miklar vonir um að ná kjöri en það er aldrei að vita. Ég vil sjá hvað ég kemst langt.“ Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að helstu baráttumál Benedikts séu að tryggja að jafnrétti kynjanna sé virt í hvívetna og að einelti verði útrýmt. Þá segir hann í samtali við Vísi að hann vilji að Ísland verði fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að því að virða mannréttindi. „Ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að fara að því að útrýma einelti. Ég hef í huga að málefnið verði í forgrunni í öllum ávörpum. Foreldrar og kennarar verða að hafa augun opin fyrir málefninu og ekki horfa í burtu þegar þau verða vör við einelti.“ Sem stendur starfar Benedikt hjá Póstdreifingu en hann hefur einnig setið í stjórn Færeyingafélagsins. Þá tók hann eitt sinn þátt í íslenska Idolinu og var valinn eftirminnilegasti þátttakandi keppninnar árið 2006. Þá söng hann Thank You For The Music með ABBA. Benedikt er þrettándi aðilinn sem tilkynnir forsetaframboð. Sá fjórtándi, Andri Snær Magnason, tilkynnir framboð á morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira