Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2016 19:20 Benedikt Kristján Mewes. Mynd/aðsend „Ég gerði upp hug minn fyrir helgi og er nú á fullu að safna undirskriftum,“ segir Benedikt Kristján Mewes í samtali við Vísi. Benedikt er einn þeirra sem stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Benedikt er fæddur árið 1977 í Þýskalandi en hann er menntaður mjólkurfræðingur. Hann flutti hingað til lands árið 2001 og fékk ríkisborgararétt árið 2009. Benedikt er kvæntur Manuel Francesco Mewes sem er einnig upprunalega frá Þýskalandi. „Mig langar að verða fyrsti samkynhneigði maðurinn sem verður forseti. Ég geri mér svo sem ekki alltof miklar vonir um að ná kjöri en það er aldrei að vita. Ég vil sjá hvað ég kemst langt.“ Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að helstu baráttumál Benedikts séu að tryggja að jafnrétti kynjanna sé virt í hvívetna og að einelti verði útrýmt. Þá segir hann í samtali við Vísi að hann vilji að Ísland verði fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að því að virða mannréttindi. „Ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að fara að því að útrýma einelti. Ég hef í huga að málefnið verði í forgrunni í öllum ávörpum. Foreldrar og kennarar verða að hafa augun opin fyrir málefninu og ekki horfa í burtu þegar þau verða vör við einelti.“ Sem stendur starfar Benedikt hjá Póstdreifingu en hann hefur einnig setið í stjórn Færeyingafélagsins. Þá tók hann eitt sinn þátt í íslenska Idolinu og var valinn eftirminnilegasti þátttakandi keppninnar árið 2006. Þá söng hann Thank You For The Music með ABBA. Benedikt er þrettándi aðilinn sem tilkynnir forsetaframboð. Sá fjórtándi, Andri Snær Magnason, tilkynnir framboð á morgun. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
„Ég gerði upp hug minn fyrir helgi og er nú á fullu að safna undirskriftum,“ segir Benedikt Kristján Mewes í samtali við Vísi. Benedikt er einn þeirra sem stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Benedikt er fæddur árið 1977 í Þýskalandi en hann er menntaður mjólkurfræðingur. Hann flutti hingað til lands árið 2001 og fékk ríkisborgararétt árið 2009. Benedikt er kvæntur Manuel Francesco Mewes sem er einnig upprunalega frá Þýskalandi. „Mig langar að verða fyrsti samkynhneigði maðurinn sem verður forseti. Ég geri mér svo sem ekki alltof miklar vonir um að ná kjöri en það er aldrei að vita. Ég vil sjá hvað ég kemst langt.“ Á Facebook-síðu framboðsins kemur fram að helstu baráttumál Benedikts séu að tryggja að jafnrétti kynjanna sé virt í hvívetna og að einelti verði útrýmt. Þá segir hann í samtali við Vísi að hann vilji að Ísland verði fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að því að virða mannréttindi. „Ég var spurður að því hvernig ég ætlaði að fara að því að útrýma einelti. Ég hef í huga að málefnið verði í forgrunni í öllum ávörpum. Foreldrar og kennarar verða að hafa augun opin fyrir málefninu og ekki horfa í burtu þegar þau verða vör við einelti.“ Sem stendur starfar Benedikt hjá Póstdreifingu en hann hefur einnig setið í stjórn Færeyingafélagsins. Þá tók hann eitt sinn þátt í íslenska Idolinu og var valinn eftirminnilegasti þátttakandi keppninnar árið 2006. Þá söng hann Thank You For The Music með ABBA. Benedikt er þrettándi aðilinn sem tilkynnir forsetaframboð. Sá fjórtándi, Andri Snær Magnason, tilkynnir framboð á morgun.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira