Stórfyrirtækjum verði gert skylt að birta tölur um tekjur og skatta Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. apríl 2016 07:00 Mótmælendur efndu í gær til uppákomu fyrir utan byggingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. vísir/epa Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir sínar um að stærstu fyrirtækjum, sem starfa í aðildarríkjum sambandsins, verði gert skylt að gera opinberlega grein fyrir skattamálum sínum. Framkvæmdastjórnin segir að Evrópusambandið verði af 50 til 70 milljörðum evra árlega vegna skattaundanskota. Þetta samsvarar ríflega 7.000 til nærri 10.000 milljörðum króna. Reglurnar eiga að ná til þúsunda fjölþjóðafyrirtækja, hvort sem þau eru evrópsk eða ekki. Eina skilyrðið er að viðkomandi fyrirtæki sé með starfsemi í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar eiga hins vegar ekki að ná til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjunum verður gert skylt að birta upplýsingar um hagnað sinn, skattgreiðslur, starfsmannafjölda og veltu, og þessar upplýsingar verði sundurliðaðar eftir aðildarríkjum ESB og nokkrum helstu skattaskjólum heims. Þessar reglur myndu ná til stórfyrirtækja á borð við Google, Apple og Starbucks, sem öll hafa verið gagnrýnd fyrir að notfæra sér skattaskjól. Jonathan Hill, sem fer með málefni fjármálafyrirtækja í framkvæmdastjórninni, sagði að bæði efnahagur og samfélag Evrópuríkjanna væru háð því að skattakerfið sé sanngjarnt: „Í dag er það samt svo, að með því að nota flókna skattahagræðingu geta sum fjölþjóðafyrirtæki komist upp með að greiða nærri þriðjungi lægri skatta en fyrirtæki sem sem starfa einungis í einu landi.“ Reglurnar, sem framkvæmdastjórnin kynnti í gær, verða á næstunni ræddar bæði á Evrópuþinginu og í ráði Evrópusambandsins. Báðar þessar stofnanir þurfa að samþykkja þær, áður en þær geta tekið gildi. Eftir að upplýsingar tóku að birtast úr Panama-skjölunum, fyrir rétt rúmlega viku, hafa stjórnvöld víða um heim boðað aðgerðir gegn skattaskjólum. Á mánudaginn kynnti til dæmis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, áform um að fyrirtækjum verði refsað fyrir að láta starfsmenn sína komast upp með að gefa ráðleggingar um skattaundaskot. Og á sunnudaginn hvatti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, ríki heims til að sameinast um öfluga baráttu gegn skattaskjólum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir sínar um að stærstu fyrirtækjum, sem starfa í aðildarríkjum sambandsins, verði gert skylt að gera opinberlega grein fyrir skattamálum sínum. Framkvæmdastjórnin segir að Evrópusambandið verði af 50 til 70 milljörðum evra árlega vegna skattaundanskota. Þetta samsvarar ríflega 7.000 til nærri 10.000 milljörðum króna. Reglurnar eiga að ná til þúsunda fjölþjóðafyrirtækja, hvort sem þau eru evrópsk eða ekki. Eina skilyrðið er að viðkomandi fyrirtæki sé með starfsemi í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar eiga hins vegar ekki að ná til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjunum verður gert skylt að birta upplýsingar um hagnað sinn, skattgreiðslur, starfsmannafjölda og veltu, og þessar upplýsingar verði sundurliðaðar eftir aðildarríkjum ESB og nokkrum helstu skattaskjólum heims. Þessar reglur myndu ná til stórfyrirtækja á borð við Google, Apple og Starbucks, sem öll hafa verið gagnrýnd fyrir að notfæra sér skattaskjól. Jonathan Hill, sem fer með málefni fjármálafyrirtækja í framkvæmdastjórninni, sagði að bæði efnahagur og samfélag Evrópuríkjanna væru háð því að skattakerfið sé sanngjarnt: „Í dag er það samt svo, að með því að nota flókna skattahagræðingu geta sum fjölþjóðafyrirtæki komist upp með að greiða nærri þriðjungi lægri skatta en fyrirtæki sem sem starfa einungis í einu landi.“ Reglurnar, sem framkvæmdastjórnin kynnti í gær, verða á næstunni ræddar bæði á Evrópuþinginu og í ráði Evrópusambandsins. Báðar þessar stofnanir þurfa að samþykkja þær, áður en þær geta tekið gildi. Eftir að upplýsingar tóku að birtast úr Panama-skjölunum, fyrir rétt rúmlega viku, hafa stjórnvöld víða um heim boðað aðgerðir gegn skattaskjólum. Á mánudaginn kynnti til dæmis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, áform um að fyrirtækjum verði refsað fyrir að láta starfsmenn sína komast upp með að gefa ráðleggingar um skattaundaskot. Og á sunnudaginn hvatti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, ríki heims til að sameinast um öfluga baráttu gegn skattaskjólum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira