Stórfyrirtækjum verði gert skylt að birta tölur um tekjur og skatta Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. apríl 2016 07:00 Mótmælendur efndu í gær til uppákomu fyrir utan byggingu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. vísir/epa Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir sínar um að stærstu fyrirtækjum, sem starfa í aðildarríkjum sambandsins, verði gert skylt að gera opinberlega grein fyrir skattamálum sínum. Framkvæmdastjórnin segir að Evrópusambandið verði af 50 til 70 milljörðum evra árlega vegna skattaundanskota. Þetta samsvarar ríflega 7.000 til nærri 10.000 milljörðum króna. Reglurnar eiga að ná til þúsunda fjölþjóðafyrirtækja, hvort sem þau eru evrópsk eða ekki. Eina skilyrðið er að viðkomandi fyrirtæki sé með starfsemi í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar eiga hins vegar ekki að ná til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjunum verður gert skylt að birta upplýsingar um hagnað sinn, skattgreiðslur, starfsmannafjölda og veltu, og þessar upplýsingar verði sundurliðaðar eftir aðildarríkjum ESB og nokkrum helstu skattaskjólum heims. Þessar reglur myndu ná til stórfyrirtækja á borð við Google, Apple og Starbucks, sem öll hafa verið gagnrýnd fyrir að notfæra sér skattaskjól. Jonathan Hill, sem fer með málefni fjármálafyrirtækja í framkvæmdastjórninni, sagði að bæði efnahagur og samfélag Evrópuríkjanna væru háð því að skattakerfið sé sanngjarnt: „Í dag er það samt svo, að með því að nota flókna skattahagræðingu geta sum fjölþjóðafyrirtæki komist upp með að greiða nærri þriðjungi lægri skatta en fyrirtæki sem sem starfa einungis í einu landi.“ Reglurnar, sem framkvæmdastjórnin kynnti í gær, verða á næstunni ræddar bæði á Evrópuþinginu og í ráði Evrópusambandsins. Báðar þessar stofnanir þurfa að samþykkja þær, áður en þær geta tekið gildi. Eftir að upplýsingar tóku að birtast úr Panama-skjölunum, fyrir rétt rúmlega viku, hafa stjórnvöld víða um heim boðað aðgerðir gegn skattaskjólum. Á mánudaginn kynnti til dæmis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, áform um að fyrirtækjum verði refsað fyrir að láta starfsmenn sína komast upp með að gefa ráðleggingar um skattaundaskot. Og á sunnudaginn hvatti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, ríki heims til að sameinast um öfluga baráttu gegn skattaskjólum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í gær hugmyndir sínar um að stærstu fyrirtækjum, sem starfa í aðildarríkjum sambandsins, verði gert skylt að gera opinberlega grein fyrir skattamálum sínum. Framkvæmdastjórnin segir að Evrópusambandið verði af 50 til 70 milljörðum evra árlega vegna skattaundanskota. Þetta samsvarar ríflega 7.000 til nærri 10.000 milljörðum króna. Reglurnar eiga að ná til þúsunda fjölþjóðafyrirtækja, hvort sem þau eru evrópsk eða ekki. Eina skilyrðið er að viðkomandi fyrirtæki sé með starfsemi í ríkjum Evrópusambandsins. Reglurnar eiga hins vegar ekki að ná til lítilla eða meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjunum verður gert skylt að birta upplýsingar um hagnað sinn, skattgreiðslur, starfsmannafjölda og veltu, og þessar upplýsingar verði sundurliðaðar eftir aðildarríkjum ESB og nokkrum helstu skattaskjólum heims. Þessar reglur myndu ná til stórfyrirtækja á borð við Google, Apple og Starbucks, sem öll hafa verið gagnrýnd fyrir að notfæra sér skattaskjól. Jonathan Hill, sem fer með málefni fjármálafyrirtækja í framkvæmdastjórninni, sagði að bæði efnahagur og samfélag Evrópuríkjanna væru háð því að skattakerfið sé sanngjarnt: „Í dag er það samt svo, að með því að nota flókna skattahagræðingu geta sum fjölþjóðafyrirtæki komist upp með að greiða nærri þriðjungi lægri skatta en fyrirtæki sem sem starfa einungis í einu landi.“ Reglurnar, sem framkvæmdastjórnin kynnti í gær, verða á næstunni ræddar bæði á Evrópuþinginu og í ráði Evrópusambandsins. Báðar þessar stofnanir þurfa að samþykkja þær, áður en þær geta tekið gildi. Eftir að upplýsingar tóku að birtast úr Panama-skjölunum, fyrir rétt rúmlega viku, hafa stjórnvöld víða um heim boðað aðgerðir gegn skattaskjólum. Á mánudaginn kynnti til dæmis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, áform um að fyrirtækjum verði refsað fyrir að láta starfsmenn sína komast upp með að gefa ráðleggingar um skattaundaskot. Og á sunnudaginn hvatti Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, ríki heims til að sameinast um öfluga baráttu gegn skattaskjólum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira