Engar teikningar til af Exeter-húsinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2016 19:15 Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. Fyrirtækið Mannverk, sem sér um framkvæmdir á Tryggvagötureitnum svokallaða, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu starfsfólk biður biður Minjavernd og almenning afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á svæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda og í góðri trú um að þessi leið væri heimil. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært niðurrifið til lögreglu og Minjastofnun hyggst gera það sama á næstu dögum. Framkvæmdir hefjast ekki aftur fyrr en lögregla hefur rannsakað málið. Mannverk lofaði í yfirlýsingunni að til stæði að endurbyggja húsið en það gæti reynst efritt að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. „Þetta hús er það gamalt að það eru ekki til teikningar af upphaflegri gerð þess. En það eru til ljósmyndir sem má styðjast við. Svo er hægt að fara eftir þeim aðferðum og nota það efni sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið var byggt. En þegar það er heimilað að rífa gömul hús þá er oft farið fram á að þau séu mæld upp, skráð og ljósmynduð. Þá eru til heimildir sem hægt er að fara eftir við að endurbyggja ef það á að gera. Það er ekki í þessu tilviki. Það var ekkert slíkt, enda húsið bara rifið í óleyfi,“ segir Guðný. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært málið og Minjastofnun hyggst gera það á næstu dögum en Guðný segir ljóst að að lög hafi verið brotin með niðurrifinu. Forsvarsmenn Mannverks vildu ekki tjá sig við Fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því. Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. Fyrirtækið Mannverk, sem sér um framkvæmdir á Tryggvagötureitnum svokallaða, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu starfsfólk biður biður Minjavernd og almenning afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á svæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda og í góðri trú um að þessi leið væri heimil. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært niðurrifið til lögreglu og Minjastofnun hyggst gera það sama á næstu dögum. Framkvæmdir hefjast ekki aftur fyrr en lögregla hefur rannsakað málið. Mannverk lofaði í yfirlýsingunni að til stæði að endurbyggja húsið en það gæti reynst efritt að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. „Þetta hús er það gamalt að það eru ekki til teikningar af upphaflegri gerð þess. En það eru til ljósmyndir sem má styðjast við. Svo er hægt að fara eftir þeim aðferðum og nota það efni sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið var byggt. En þegar það er heimilað að rífa gömul hús þá er oft farið fram á að þau séu mæld upp, skráð og ljósmynduð. Þá eru til heimildir sem hægt er að fara eftir við að endurbyggja ef það á að gera. Það er ekki í þessu tilviki. Það var ekkert slíkt, enda húsið bara rifið í óleyfi,“ segir Guðný. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært málið og Minjastofnun hyggst gera það á næstu dögum en Guðný segir ljóst að að lög hafi verið brotin með niðurrifinu. Forsvarsmenn Mannverks vildu ekki tjá sig við Fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því.
Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38
Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02
Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00