Niðurrif kært til lögreglu Ásgeir Erlendsson skrifar 8. apríl 2016 19:00 Það kom eftirlitsaðilum algerlega í opna skjöldu að verktakar skyldu í leyfisleysi rífa friðað hús við Tryggvagötu í Reykjavík. Minjastofnun Íslands hyggst kæra verktakana til lögreglu en eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. Húsið við Tryggvagötu var friðað en það var byggt árið 1904. Undanfarinn áratug hafa farið fram umræður um deiluskipulag á reitnum og árið 2007 setti húsafriðunarnefnd skilyrði að húsið yrði varðveitt á staðnum. Heimild var veitt til að hækka sökkul þess um eina hæð. Minjastofnun gerði í desember síðastliðnum ekki athugasemdir við að húsinu yrði lyft upp eins og teikningar á reitnum gerðu ráð fyrir. Málið tók óvænta stefnu í vikunni þegar húsið var jafnað við jörðu. Vinnuvél reif húsið niður á skömmum tíma. Minjastofnun barst ekki beiðni um niðurrif hússins og stofnunin vill meina að um brot á lögum um menningarminjar sé að ræða og mun kæra atvikið til lögreglu. „Við hörmum auðvitað hvert skipti sem gamalt hús hverfur. Sér í lagi þegar það hverfur í óleyfi eins og er um að ræða hér en það er skýrt lögbrot,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. Eyðilegging húsa sem eru friðuð getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum skv 177. gr almennra hegningarlaga svo lengi sem brotið er kært til lögreglu. „Allir stóðu í þeirri trú stóðu í þeirri trú að hér væri verið að vinna að því að endurgera þetta hús á sem bestan hátt,“ segir Guðný. „Það hefur bæði Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd áður áréttað mörgum sinnum að húsið hafi mikið gildi og það beri að varðveita á sínum stað. Þetta er ekkert sem menn hafi ekki átt að vita.“ Mannverk hefur annast framkvæmdina á Tryggvagötureitnum en ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar í dag.Í frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld sagði að Minjavernd hyggðist kæra verktakana en hið rétta er að Minjastofnun Íslands hyggst gera það. Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Það kom eftirlitsaðilum algerlega í opna skjöldu að verktakar skyldu í leyfisleysi rífa friðað hús við Tryggvagötu í Reykjavík. Minjastofnun Íslands hyggst kæra verktakana til lögreglu en eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. Húsið við Tryggvagötu var friðað en það var byggt árið 1904. Undanfarinn áratug hafa farið fram umræður um deiluskipulag á reitnum og árið 2007 setti húsafriðunarnefnd skilyrði að húsið yrði varðveitt á staðnum. Heimild var veitt til að hækka sökkul þess um eina hæð. Minjastofnun gerði í desember síðastliðnum ekki athugasemdir við að húsinu yrði lyft upp eins og teikningar á reitnum gerðu ráð fyrir. Málið tók óvænta stefnu í vikunni þegar húsið var jafnað við jörðu. Vinnuvél reif húsið niður á skömmum tíma. Minjastofnun barst ekki beiðni um niðurrif hússins og stofnunin vill meina að um brot á lögum um menningarminjar sé að ræða og mun kæra atvikið til lögreglu. „Við hörmum auðvitað hvert skipti sem gamalt hús hverfur. Sér í lagi þegar það hverfur í óleyfi eins og er um að ræða hér en það er skýrt lögbrot,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. Eyðilegging húsa sem eru friðuð getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum skv 177. gr almennra hegningarlaga svo lengi sem brotið er kært til lögreglu. „Allir stóðu í þeirri trú stóðu í þeirri trú að hér væri verið að vinna að því að endurgera þetta hús á sem bestan hátt,“ segir Guðný. „Það hefur bæði Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd áður áréttað mörgum sinnum að húsið hafi mikið gildi og það beri að varðveita á sínum stað. Þetta er ekkert sem menn hafi ekki átt að vita.“ Mannverk hefur annast framkvæmdina á Tryggvagötureitnum en ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar í dag.Í frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld sagði að Minjavernd hyggðist kæra verktakana en hið rétta er að Minjastofnun Íslands hyggst gera það.
Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02