Innlent

Jón Stefánsson látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Stefánsson.
Jón Stefánsson. Vísir/GVA
Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri Langholtskirkju, er látinn 69 ára að aldri. Jón lenti í alvarlegu bílslysi í Hrútafirði í nóvember og komst aldrei aftur til meðvitundar og lést vegna heilablóðfalls. 

Jón fæddist í Vogum í Mývatnssveit þann 5. júlí 1946. Hann var ráðinn organisti í Langholtskirkju þegar hann var einungis sautján ára gamall. Þá var hann á fyrsta ári í Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarskólanum.

Hann var einn dáðasti kórstjóri landsins og maðurinn á bak við afar öflugt kórastarf í Langholtskirkju undanfarna áratugi.

Jón lætur eftir sig eiginkonu sína, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur.




Tengdar fréttir

Við orgelið í hálfa öld

Jón Stefánsson organisti hefur verið stórt númer í starfsemi Langholtskirkju í Reykjavík í hálfa öld. Þar hefur hann óþreytandi leikið við athafnir, stofnað kóra og stjórnað þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×