Clinton og Sanders takast á um New York Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 23:30 Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. Vísir/Getty Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á milli Hillary Clinton og Bernie Sanders síðustu daga. Framundan eru mikilvægar forkosningar í New York-ríki. Kosningar Demókrata í New York-ríki fara fram 19. apríl næstkomandi og er Clinton með um níu prósenta forskot á Sanders samkvæmt skoðanakönnunum Huffington Post líkt og sjá má hér að neðan. Clinton er talin sigurstranglegri sem forsetaefni Demókrata og var kominn í góða stöðu. Sanders hefur þó sótt verulega á að undanförnu og hefur hann unnið síðustu sex af sjö forkosningum sem haldnar hafa verið. Það hefur gert það að verkum að skyndilega eru forkosningarnar í New York-ríki orðnar gríðarlega mikilvægar fyrir báða frambjóðendur en þar eru alls 291 kjörmenn í boði. Vegna þess hefur aukin harka færst í kosningabaráttuna og hafa skotin gengið á milli herbúða Clinton og Sanders.Sanders nýtir sér Panama-lekann Sanders hefur einblínt á þær uppljóstranir sem komið hafa fram í Panama-skjölunum og hefur hann tengt þau við fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Panama sem gerður var árið 2012. „Ég held að forsetaframbjóðandi geti ekki talist hæfur ef hann studdi fríverslunarsamninginn við Panama,“ sagði Sanders áður en að hann bætti við að hann hefði ávallt staðið á móti honum. Clinton hefur hinsvegar hamrað á því að undanförnu að Sanders muni aldrei geta staðið við þau loforð sem hann hefur gefið í kosningabaráttunni. „Maður á ekki að gefa loforð sem maður getur ekki efnt,“ sagði Clinton í Bronx hverfi New York. „Þú verður að vita hverju þú vilt ná fram og fylkja öllum um þau markmið. Þannig nær maður árangri.“Báðir frambjóðendur með djúp tengsl við New York Þá hefur Sanders ásakað Clinton um að vera of tengda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á Wall Street auk þess sem hann hefur gagnrýnt hana fyrir stuðning hennar við Írak-stríðið. Talsmaður Clinton sagði að með þessu hefði kosningabarátta Sanders lagst mjög lágt og að þessar árásir væru merki um að Sanders væri orðinn örvæntingarfullur. Clinton hefur nokkuð öruggt forskot í kjörmönnum talið þegar hinir svokölluðu ofurkjörmenn eru taldir með. Clinton hefur stuðning 1749 kjörmanna á meðan Sanders hefur stuðning 1061 kjörmanns. Ætli Sanders sér að eiga möguleika á að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrata þarf hann því nauðsynlega á sigrum að halda í New York ríki og Pennsylvania ríki. Bæði Sanders og Clinton hafa djúp tengsl við New York. Sanders er fæddur og alinn í Brooklyn-hverfi en Clinton var öldungardeildarþingmaður fyrir New York á árunum 2001 til 2009. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28 Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á milli Hillary Clinton og Bernie Sanders síðustu daga. Framundan eru mikilvægar forkosningar í New York-ríki. Kosningar Demókrata í New York-ríki fara fram 19. apríl næstkomandi og er Clinton með um níu prósenta forskot á Sanders samkvæmt skoðanakönnunum Huffington Post líkt og sjá má hér að neðan. Clinton er talin sigurstranglegri sem forsetaefni Demókrata og var kominn í góða stöðu. Sanders hefur þó sótt verulega á að undanförnu og hefur hann unnið síðustu sex af sjö forkosningum sem haldnar hafa verið. Það hefur gert það að verkum að skyndilega eru forkosningarnar í New York-ríki orðnar gríðarlega mikilvægar fyrir báða frambjóðendur en þar eru alls 291 kjörmenn í boði. Vegna þess hefur aukin harka færst í kosningabaráttuna og hafa skotin gengið á milli herbúða Clinton og Sanders.Sanders nýtir sér Panama-lekann Sanders hefur einblínt á þær uppljóstranir sem komið hafa fram í Panama-skjölunum og hefur hann tengt þau við fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Panama sem gerður var árið 2012. „Ég held að forsetaframbjóðandi geti ekki talist hæfur ef hann studdi fríverslunarsamninginn við Panama,“ sagði Sanders áður en að hann bætti við að hann hefði ávallt staðið á móti honum. Clinton hefur hinsvegar hamrað á því að undanförnu að Sanders muni aldrei geta staðið við þau loforð sem hann hefur gefið í kosningabaráttunni. „Maður á ekki að gefa loforð sem maður getur ekki efnt,“ sagði Clinton í Bronx hverfi New York. „Þú verður að vita hverju þú vilt ná fram og fylkja öllum um þau markmið. Þannig nær maður árangri.“Báðir frambjóðendur með djúp tengsl við New York Þá hefur Sanders ásakað Clinton um að vera of tengda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á Wall Street auk þess sem hann hefur gagnrýnt hana fyrir stuðning hennar við Írak-stríðið. Talsmaður Clinton sagði að með þessu hefði kosningabarátta Sanders lagst mjög lágt og að þessar árásir væru merki um að Sanders væri orðinn örvæntingarfullur. Clinton hefur nokkuð öruggt forskot í kjörmönnum talið þegar hinir svokölluðu ofurkjörmenn eru taldir með. Clinton hefur stuðning 1749 kjörmanna á meðan Sanders hefur stuðning 1061 kjörmanns. Ætli Sanders sér að eiga möguleika á að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrata þarf hann því nauðsynlega á sigrum að halda í New York ríki og Pennsylvania ríki. Bæði Sanders og Clinton hafa djúp tengsl við New York. Sanders er fæddur og alinn í Brooklyn-hverfi en Clinton var öldungardeildarþingmaður fyrir New York á árunum 2001 til 2009.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28 Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28
Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04