Clinton og Sanders takast á um New York Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 23:30 Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. Vísir/Getty Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á milli Hillary Clinton og Bernie Sanders síðustu daga. Framundan eru mikilvægar forkosningar í New York-ríki. Kosningar Demókrata í New York-ríki fara fram 19. apríl næstkomandi og er Clinton með um níu prósenta forskot á Sanders samkvæmt skoðanakönnunum Huffington Post líkt og sjá má hér að neðan. Clinton er talin sigurstranglegri sem forsetaefni Demókrata og var kominn í góða stöðu. Sanders hefur þó sótt verulega á að undanförnu og hefur hann unnið síðustu sex af sjö forkosningum sem haldnar hafa verið. Það hefur gert það að verkum að skyndilega eru forkosningarnar í New York-ríki orðnar gríðarlega mikilvægar fyrir báða frambjóðendur en þar eru alls 291 kjörmenn í boði. Vegna þess hefur aukin harka færst í kosningabaráttuna og hafa skotin gengið á milli herbúða Clinton og Sanders.Sanders nýtir sér Panama-lekann Sanders hefur einblínt á þær uppljóstranir sem komið hafa fram í Panama-skjölunum og hefur hann tengt þau við fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Panama sem gerður var árið 2012. „Ég held að forsetaframbjóðandi geti ekki talist hæfur ef hann studdi fríverslunarsamninginn við Panama,“ sagði Sanders áður en að hann bætti við að hann hefði ávallt staðið á móti honum. Clinton hefur hinsvegar hamrað á því að undanförnu að Sanders muni aldrei geta staðið við þau loforð sem hann hefur gefið í kosningabaráttunni. „Maður á ekki að gefa loforð sem maður getur ekki efnt,“ sagði Clinton í Bronx hverfi New York. „Þú verður að vita hverju þú vilt ná fram og fylkja öllum um þau markmið. Þannig nær maður árangri.“Báðir frambjóðendur með djúp tengsl við New York Þá hefur Sanders ásakað Clinton um að vera of tengda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á Wall Street auk þess sem hann hefur gagnrýnt hana fyrir stuðning hennar við Írak-stríðið. Talsmaður Clinton sagði að með þessu hefði kosningabarátta Sanders lagst mjög lágt og að þessar árásir væru merki um að Sanders væri orðinn örvæntingarfullur. Clinton hefur nokkuð öruggt forskot í kjörmönnum talið þegar hinir svokölluðu ofurkjörmenn eru taldir með. Clinton hefur stuðning 1749 kjörmanna á meðan Sanders hefur stuðning 1061 kjörmanns. Ætli Sanders sér að eiga möguleika á að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrata þarf hann því nauðsynlega á sigrum að halda í New York ríki og Pennsylvania ríki. Bæði Sanders og Clinton hafa djúp tengsl við New York. Sanders er fæddur og alinn í Brooklyn-hverfi en Clinton var öldungardeildarþingmaður fyrir New York á árunum 2001 til 2009. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28 Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á milli Hillary Clinton og Bernie Sanders síðustu daga. Framundan eru mikilvægar forkosningar í New York-ríki. Kosningar Demókrata í New York-ríki fara fram 19. apríl næstkomandi og er Clinton með um níu prósenta forskot á Sanders samkvæmt skoðanakönnunum Huffington Post líkt og sjá má hér að neðan. Clinton er talin sigurstranglegri sem forsetaefni Demókrata og var kominn í góða stöðu. Sanders hefur þó sótt verulega á að undanförnu og hefur hann unnið síðustu sex af sjö forkosningum sem haldnar hafa verið. Það hefur gert það að verkum að skyndilega eru forkosningarnar í New York-ríki orðnar gríðarlega mikilvægar fyrir báða frambjóðendur en þar eru alls 291 kjörmenn í boði. Vegna þess hefur aukin harka færst í kosningabaráttuna og hafa skotin gengið á milli herbúða Clinton og Sanders.Sanders nýtir sér Panama-lekann Sanders hefur einblínt á þær uppljóstranir sem komið hafa fram í Panama-skjölunum og hefur hann tengt þau við fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Panama sem gerður var árið 2012. „Ég held að forsetaframbjóðandi geti ekki talist hæfur ef hann studdi fríverslunarsamninginn við Panama,“ sagði Sanders áður en að hann bætti við að hann hefði ávallt staðið á móti honum. Clinton hefur hinsvegar hamrað á því að undanförnu að Sanders muni aldrei geta staðið við þau loforð sem hann hefur gefið í kosningabaráttunni. „Maður á ekki að gefa loforð sem maður getur ekki efnt,“ sagði Clinton í Bronx hverfi New York. „Þú verður að vita hverju þú vilt ná fram og fylkja öllum um þau markmið. Þannig nær maður árangri.“Báðir frambjóðendur með djúp tengsl við New York Þá hefur Sanders ásakað Clinton um að vera of tengda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á Wall Street auk þess sem hann hefur gagnrýnt hana fyrir stuðning hennar við Írak-stríðið. Talsmaður Clinton sagði að með þessu hefði kosningabarátta Sanders lagst mjög lágt og að þessar árásir væru merki um að Sanders væri orðinn örvæntingarfullur. Clinton hefur nokkuð öruggt forskot í kjörmönnum talið þegar hinir svokölluðu ofurkjörmenn eru taldir með. Clinton hefur stuðning 1749 kjörmanna á meðan Sanders hefur stuðning 1061 kjörmanns. Ætli Sanders sér að eiga möguleika á að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrata þarf hann því nauðsynlega á sigrum að halda í New York ríki og Pennsylvania ríki. Bæði Sanders og Clinton hafa djúp tengsl við New York. Sanders er fæddur og alinn í Brooklyn-hverfi en Clinton var öldungardeildarþingmaður fyrir New York á árunum 2001 til 2009.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28 Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28
Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04