Erlent

Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin

Bernie Sanders er á skriði þessa dagana.
Bernie Sanders er á skriði þessa dagana.
Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin í nótt. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump er enn fremstur meðal þeirra þriggja sem reyna að hreppa útnefningu flokksins fyrir komandi forsetakosningar en sérfræðingar segja nú margir að hann muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna sem til þarf.

Hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda.

Demókratar í Wisconsin gengu einnig að kjörborðinu í gær til að velja sinn mann fyrir komandi forsetakosningar. Þar fór Bernie Sanders með góðan sigur af hólmi gegn Hillary Clinton. Sanders hafði betur í öllum sýslum ríkisins nema í einni, Milwaukiee.

Þrátt fyrir það nær hann lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur náð á hann, því í Wisconsin er kjörmönnum útlhlutað hlutfallslega. Áttatíu og sex kjörmenn eru í boði og svo virðist sem Sanders tryggi sér 44 en Clinton 28. Sanders hefur þó átt góðu gengi að fagna undanfarið, hann hefur sigrað í sex af síðustu sjö ríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×