Clinton og Sanders takast á um New York Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 23:30 Aukin harka hefur færst í kosningabaráttu Demókrata eftir góða siglingu Bernie Sanders að undanförnu. Vísir/Getty Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á milli Hillary Clinton og Bernie Sanders síðustu daga. Framundan eru mikilvægar forkosningar í New York-ríki. Kosningar Demókrata í New York-ríki fara fram 19. apríl næstkomandi og er Clinton með um níu prósenta forskot á Sanders samkvæmt skoðanakönnunum Huffington Post líkt og sjá má hér að neðan. Clinton er talin sigurstranglegri sem forsetaefni Demókrata og var kominn í góða stöðu. Sanders hefur þó sótt verulega á að undanförnu og hefur hann unnið síðustu sex af sjö forkosningum sem haldnar hafa verið. Það hefur gert það að verkum að skyndilega eru forkosningarnar í New York-ríki orðnar gríðarlega mikilvægar fyrir báða frambjóðendur en þar eru alls 291 kjörmenn í boði. Vegna þess hefur aukin harka færst í kosningabaráttuna og hafa skotin gengið á milli herbúða Clinton og Sanders.Sanders nýtir sér Panama-lekann Sanders hefur einblínt á þær uppljóstranir sem komið hafa fram í Panama-skjölunum og hefur hann tengt þau við fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Panama sem gerður var árið 2012. „Ég held að forsetaframbjóðandi geti ekki talist hæfur ef hann studdi fríverslunarsamninginn við Panama,“ sagði Sanders áður en að hann bætti við að hann hefði ávallt staðið á móti honum. Clinton hefur hinsvegar hamrað á því að undanförnu að Sanders muni aldrei geta staðið við þau loforð sem hann hefur gefið í kosningabaráttunni. „Maður á ekki að gefa loforð sem maður getur ekki efnt,“ sagði Clinton í Bronx hverfi New York. „Þú verður að vita hverju þú vilt ná fram og fylkja öllum um þau markmið. Þannig nær maður árangri.“Báðir frambjóðendur með djúp tengsl við New York Þá hefur Sanders ásakað Clinton um að vera of tengda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á Wall Street auk þess sem hann hefur gagnrýnt hana fyrir stuðning hennar við Írak-stríðið. Talsmaður Clinton sagði að með þessu hefði kosningabarátta Sanders lagst mjög lágt og að þessar árásir væru merki um að Sanders væri orðinn örvæntingarfullur. Clinton hefur nokkuð öruggt forskot í kjörmönnum talið þegar hinir svokölluðu ofurkjörmenn eru taldir með. Clinton hefur stuðning 1749 kjörmanna á meðan Sanders hefur stuðning 1061 kjörmanns. Ætli Sanders sér að eiga möguleika á að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrata þarf hann því nauðsynlega á sigrum að halda í New York ríki og Pennsylvania ríki. Bæði Sanders og Clinton hafa djúp tengsl við New York. Sanders er fæddur og alinn í Brooklyn-hverfi en Clinton var öldungardeildarþingmaður fyrir New York á árunum 2001 til 2009. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28 Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna á milli Hillary Clinton og Bernie Sanders síðustu daga. Framundan eru mikilvægar forkosningar í New York-ríki. Kosningar Demókrata í New York-ríki fara fram 19. apríl næstkomandi og er Clinton með um níu prósenta forskot á Sanders samkvæmt skoðanakönnunum Huffington Post líkt og sjá má hér að neðan. Clinton er talin sigurstranglegri sem forsetaefni Demókrata og var kominn í góða stöðu. Sanders hefur þó sótt verulega á að undanförnu og hefur hann unnið síðustu sex af sjö forkosningum sem haldnar hafa verið. Það hefur gert það að verkum að skyndilega eru forkosningarnar í New York-ríki orðnar gríðarlega mikilvægar fyrir báða frambjóðendur en þar eru alls 291 kjörmenn í boði. Vegna þess hefur aukin harka færst í kosningabaráttuna og hafa skotin gengið á milli herbúða Clinton og Sanders.Sanders nýtir sér Panama-lekann Sanders hefur einblínt á þær uppljóstranir sem komið hafa fram í Panama-skjölunum og hefur hann tengt þau við fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Panama sem gerður var árið 2012. „Ég held að forsetaframbjóðandi geti ekki talist hæfur ef hann studdi fríverslunarsamninginn við Panama,“ sagði Sanders áður en að hann bætti við að hann hefði ávallt staðið á móti honum. Clinton hefur hinsvegar hamrað á því að undanförnu að Sanders muni aldrei geta staðið við þau loforð sem hann hefur gefið í kosningabaráttunni. „Maður á ekki að gefa loforð sem maður getur ekki efnt,“ sagði Clinton í Bronx hverfi New York. „Þú verður að vita hverju þú vilt ná fram og fylkja öllum um þau markmið. Þannig nær maður árangri.“Báðir frambjóðendur með djúp tengsl við New York Þá hefur Sanders ásakað Clinton um að vera of tengda bönkum og öðrum fjármálastofnunum á Wall Street auk þess sem hann hefur gagnrýnt hana fyrir stuðning hennar við Írak-stríðið. Talsmaður Clinton sagði að með þessu hefði kosningabarátta Sanders lagst mjög lágt og að þessar árásir væru merki um að Sanders væri orðinn örvæntingarfullur. Clinton hefur nokkuð öruggt forskot í kjörmönnum talið þegar hinir svokölluðu ofurkjörmenn eru taldir með. Clinton hefur stuðning 1749 kjörmanna á meðan Sanders hefur stuðning 1061 kjörmanns. Ætli Sanders sér að eiga möguleika á að hljóta útnefningu sem forsetaefni Demókrata þarf hann því nauðsynlega á sigrum að halda í New York ríki og Pennsylvania ríki. Bæði Sanders og Clinton hafa djúp tengsl við New York. Sanders er fæddur og alinn í Brooklyn-hverfi en Clinton var öldungardeildarþingmaður fyrir New York á árunum 2001 til 2009.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28 Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Sanders sigraði í þremur ríkjum Hillary Clinton leiðir forval Demókrata þó áfram. 27. mars 2016 09:28
Cruz og Sanders voru sigurvegararnir í Wisconsin Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. 6. apríl 2016 07:04