Nú talar Alfreð þýsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. apríl 2016 14:44 Vísir/Getty Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins og Augsburg, er mikill tungumálamaður eins og áður hefur komið fram. Hann var fljótur að ná hollenskunni eftir að hafa spilað fyrst með Lokeren í Belgíu og svo Heerenveen í Hollandi. Hann talar einnig sænsku eftir dvöl sína í Svíþjóð komst svo inn í spænskuna á örfáaum vikum eftir að hann samdi við Real Sociedad. Alfreð fór til Þýskalands í lok janúar hefur því verið á mála hjá Augsburg í rétt rúma tvo mánuði. En í dag sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi sem fór fram á þýsku, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Alfreð var fyrst spurður um samningsmál sín en hann er í láni nú frá Real Sociedad fram á mitt sumar. Þýskir miðlar hafa hins vegar fullyrt að kaupin séu frágengin og samningur til 2018 sömuleiðis. „Ég verð fram á sumar en við erum í viðræðum um lengri samninig. Og ég tel að allir sem þekkja mig vita að ég er afar hamingjusamur í Augsburg. Við munum ræða frekar saman á næstu vikum. Það er ekki búið að framlengja en viðræðurnar hafa gengið vel,“ sagði hann við fyrstu spurningunni sem var borin upp á fundinum. Staða Augsburg í þýsku deildinni er slæm en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sjálfum líður Alfreð mjög vel hjá liðinu. Hvernig fer það tvennt saman?„Það er eitthvað sem ég vissi þegar ég kom hingað. Staðan er erfið en við höfum í síðustu leikjum spilað vel á löngum köflum og við trúum því að við getum tekið stig með okkur heim til Augsburg úr leiknum á morgun,“ sagði Alfreð. Okkar maður var svo spurður að því af hverju hann talaði svo góða þýsku eftir að hafa aðeins talað ensku við fjölmiðla fyrstu vikurnar. „Ég hef hitt kennara tvisvar í viku og öllu jöfnu er ég fljótur að læra. Ég hlusta líka á liðsfélagana mína og læri mikið af þeim - bæði góðu orðin og slæmu.“ „Þar að auki er alltaf auðveldara að bæta tungumáli við sig þegar maður kann þegar tvö, þrjú eða fjögur tungumál.“ Fleiri góð orð eða fleiri slæm orð? „Það tjái ég mig ekkert um,“ sagði hann og brosti. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð tala bæði hollensku og spænsku. Þýski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins og Augsburg, er mikill tungumálamaður eins og áður hefur komið fram. Hann var fljótur að ná hollenskunni eftir að hafa spilað fyrst með Lokeren í Belgíu og svo Heerenveen í Hollandi. Hann talar einnig sænsku eftir dvöl sína í Svíþjóð komst svo inn í spænskuna á örfáaum vikum eftir að hann samdi við Real Sociedad. Alfreð fór til Þýskalands í lok janúar hefur því verið á mála hjá Augsburg í rétt rúma tvo mánuði. En í dag sat hann fyrir svörum á blaðamannafundi sem fór fram á þýsku, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Alfreð var fyrst spurður um samningsmál sín en hann er í láni nú frá Real Sociedad fram á mitt sumar. Þýskir miðlar hafa hins vegar fullyrt að kaupin séu frágengin og samningur til 2018 sömuleiðis. „Ég verð fram á sumar en við erum í viðræðum um lengri samninig. Og ég tel að allir sem þekkja mig vita að ég er afar hamingjusamur í Augsburg. Við munum ræða frekar saman á næstu vikum. Það er ekki búið að framlengja en viðræðurnar hafa gengið vel,“ sagði hann við fyrstu spurningunni sem var borin upp á fundinum. Staða Augsburg í þýsku deildinni er slæm en liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. Sjálfum líður Alfreð mjög vel hjá liðinu. Hvernig fer það tvennt saman?„Það er eitthvað sem ég vissi þegar ég kom hingað. Staðan er erfið en við höfum í síðustu leikjum spilað vel á löngum köflum og við trúum því að við getum tekið stig með okkur heim til Augsburg úr leiknum á morgun,“ sagði Alfreð. Okkar maður var svo spurður að því af hverju hann talaði svo góða þýsku eftir að hafa aðeins talað ensku við fjölmiðla fyrstu vikurnar. „Ég hef hitt kennara tvisvar í viku og öllu jöfnu er ég fljótur að læra. Ég hlusta líka á liðsfélagana mína og læri mikið af þeim - bæði góðu orðin og slæmu.“ „Þar að auki er alltaf auðveldara að bæta tungumáli við sig þegar maður kann þegar tvö, þrjú eða fjögur tungumál.“ Fleiri góð orð eða fleiri slæm orð? „Það tjái ég mig ekkert um,“ sagði hann og brosti. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð tala bæði hollensku og spænsku.
Þýski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira