Erlent

Trump segir múslimum að gera meira til að stöðva hryðjuverk

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/Getty
Forsetaframbjóðandinn umdeildi Donald Trump sagði múslima í Bretlandi ekki gera nóg til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Ummælin féllu í sjónvarpsviðtali þar í landi og sagði Trump að múslimar tilkynntu ekki hugsanleg vandamál til yfirvalda. Innanríkisráðherra Bretlands segir hann einfaldlega hafa rangt fyrir sér.

„Eins og ég skil það sagði hann að múslimar væru ekki að stíga fram í Bretlandi þegar þeir sjá eitthvað sem vekur upp áhyggjur. Það er ekki rétt. Hann hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ sagði Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands.

Ummæli Trump um múslima í Bandaríkjunum og víðar hafa valdið miklum usla. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir hatursfull umræði sem einkennist af fáfræði. Stuðningsmenn hans segja hins vegar að Trump segi sannleikann, þó það sé erfitt. Hann hefur til dæmis kallað eftir því að múslimum verði meinaður aðgangur að Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×