Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. mars 2016 07:00 Hermenn leita á vegfarendum í Brussel, daginn eftir sjálfsvígsárásirnar á Zaventem-flugvellinum og Maelbeek-lestarstöðinni. Nordicphotos/AFP Lögreglan í Brussel fann í gær búnað til sprengjugerðar í húsi í Schaerbeek-hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Ljóst þótti að bræðurnir Khalid og Ibrahim el Bakraoui hefðu, ásamt félögum sínum, notað húsnæðið við undirbúning hryðjuverkanna á þriðjudag. Lögreglan fann þar meðal annars tölvu sem annar bræðranna, Ibrahim, hafði notað en hent í ruslið. Á tölvunni var að finna eins konar yfirlýsingu, þar sem hann segist vera á flótta og ekki geta hugsað sér að lenda í fangelsi: „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er að flýta mér. Ég er á flótta. Menn eru að leita að mér alls staðar. Og ef ég gef mig fram þá enda ég í fangelsi.“ Ibrahim, eða Brahim eins og hann er einnig nefndur, er sá sem sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel. Hinn bróðirinn, Khalid, sprengdi sig á lestarstöðinni. Samtals myrtu þeir, ásamt þriðja manninum sem einnig sprengdi sig á flugvellinum, meira en 30 manns. Fjórði maðurinn, Najim Laachraoui, komst undan og var hans ákaft leitað í gær. Hann er talinn hafa verið sprengjusérfræðingurinn í hópnum og sást á flugvellinum í Brussel ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum og þriðja manni, sem einnig sprengdi sig í loft upp. Laachraoui virðist hafa verið með stærstu sprengjuna, en af einhverjum ástæðum sprakk hún ekki og hann lét sig hverfa. Fjölmiðlar í Belgíu héldu því fram í gærmorgun að Laachraoui hefði verið handtekinn í Anderlecht-hverfinu í Brussel, en þær fregnir voru bornar til baka. Annar maður var handtekinn þar og yfirheyrður í tengslum við árásirnar. Talið er að Salah Abdeslam, sá sem handtekinn var í Brussel í síðustu viku, hafi líklega ætlað sér að taka þátt í hryðjuverkaárás í Brussel með félögum sínum, sem síðan létu til skarar skríða á þriðjudaginn. Þetta hefur bandaríska fréttastöðin CNN eftir belgískum embættismanni. Salah hefur verið í yfirheyrslum og veitt lögreglunni margvíslegar upplýsingar, bæði um árásirnar í Brussel á þriðjudaginn og árásirnar í París í nóvember, sem kostuðu 130 manns lífið. Salah tók sjálfur þátt í árásunum í París en sprengdi sig á endanum ekki í loft upp, þótt talið sé að hann hafi upphaflega ætlað að gera það. Bróðir hans, Brahim Abdeslam, var hins vegar einn þeirra sem drápu sig í París.Hetjudraumar og ævintýraþráÍ skýrslu frá evrópsku lögreglustofnuninni Europol frá í janúar síðastliðnum segir að evrópskir hryðjuverkahópar, sem kenna sig við Íslamska ríkið, séu að mestu „heimaræktaðir“ og staðbundnir. Þá segir í skýrslunni að stór hluti þeirra Evrópubúa, sem haldið hafa til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi eða Írak, hafi áður greinst með geðræn vandamál. Margir þeirra hafi auk þess áður komist í kast við lögin, ýmist fyrir smáglæpi eða stærri afbrot. Þar segir einnig að trúarleg áhrif hafi að stórum hluta vikið fyrir félagslegum þáttum þegar skoðað er hvað hreki einstaklinga út á þessar brautir. Þar skipti jafningjaþrýstingur og félagslegar fyrirmyndir meira máli en trúarlegar pælingar „Auk þess gætu rómantískar væntingar um að vera þátttakandi í mikilvægum og spennandi atburðum átt hlut að máli,“ segir í skýrslunni. „Sjálfsvígssprengjumenn líta frekar á sig sem hetjur en trúarlega píslarvotta.“Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Lögreglan í Brussel fann í gær búnað til sprengjugerðar í húsi í Schaerbeek-hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Ljóst þótti að bræðurnir Khalid og Ibrahim el Bakraoui hefðu, ásamt félögum sínum, notað húsnæðið við undirbúning hryðjuverkanna á þriðjudag. Lögreglan fann þar meðal annars tölvu sem annar bræðranna, Ibrahim, hafði notað en hent í ruslið. Á tölvunni var að finna eins konar yfirlýsingu, þar sem hann segist vera á flótta og ekki geta hugsað sér að lenda í fangelsi: „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er að flýta mér. Ég er á flótta. Menn eru að leita að mér alls staðar. Og ef ég gef mig fram þá enda ég í fangelsi.“ Ibrahim, eða Brahim eins og hann er einnig nefndur, er sá sem sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel. Hinn bróðirinn, Khalid, sprengdi sig á lestarstöðinni. Samtals myrtu þeir, ásamt þriðja manninum sem einnig sprengdi sig á flugvellinum, meira en 30 manns. Fjórði maðurinn, Najim Laachraoui, komst undan og var hans ákaft leitað í gær. Hann er talinn hafa verið sprengjusérfræðingurinn í hópnum og sást á flugvellinum í Brussel ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum og þriðja manni, sem einnig sprengdi sig í loft upp. Laachraoui virðist hafa verið með stærstu sprengjuna, en af einhverjum ástæðum sprakk hún ekki og hann lét sig hverfa. Fjölmiðlar í Belgíu héldu því fram í gærmorgun að Laachraoui hefði verið handtekinn í Anderlecht-hverfinu í Brussel, en þær fregnir voru bornar til baka. Annar maður var handtekinn þar og yfirheyrður í tengslum við árásirnar. Talið er að Salah Abdeslam, sá sem handtekinn var í Brussel í síðustu viku, hafi líklega ætlað sér að taka þátt í hryðjuverkaárás í Brussel með félögum sínum, sem síðan létu til skarar skríða á þriðjudaginn. Þetta hefur bandaríska fréttastöðin CNN eftir belgískum embættismanni. Salah hefur verið í yfirheyrslum og veitt lögreglunni margvíslegar upplýsingar, bæði um árásirnar í Brussel á þriðjudaginn og árásirnar í París í nóvember, sem kostuðu 130 manns lífið. Salah tók sjálfur þátt í árásunum í París en sprengdi sig á endanum ekki í loft upp, þótt talið sé að hann hafi upphaflega ætlað að gera það. Bróðir hans, Brahim Abdeslam, var hins vegar einn þeirra sem drápu sig í París.Hetjudraumar og ævintýraþráÍ skýrslu frá evrópsku lögreglustofnuninni Europol frá í janúar síðastliðnum segir að evrópskir hryðjuverkahópar, sem kenna sig við Íslamska ríkið, séu að mestu „heimaræktaðir“ og staðbundnir. Þá segir í skýrslunni að stór hluti þeirra Evrópubúa, sem haldið hafa til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi eða Írak, hafi áður greinst með geðræn vandamál. Margir þeirra hafi auk þess áður komist í kast við lögin, ýmist fyrir smáglæpi eða stærri afbrot. Þar segir einnig að trúarleg áhrif hafi að stórum hluta vikið fyrir félagslegum þáttum þegar skoðað er hvað hreki einstaklinga út á þessar brautir. Þar skipti jafningjaþrýstingur og félagslegar fyrirmyndir meira máli en trúarlegar pælingar „Auk þess gætu rómantískar væntingar um að vera þátttakandi í mikilvægum og spennandi atburðum átt hlut að máli,“ segir í skýrslunni. „Sjálfsvígssprengjumenn líta frekar á sig sem hetjur en trúarlega píslarvotta.“Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars
Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent