Erlent

Göngu gegn ótta í Brussel frestað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar.
Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. Vísir/Getty
Skipuleggjendur hafa ákveðið að fresta samúðargöngu í Brussel, göngu gegn ótta, til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárasanna í Brussel að beiðni innanríkisráðherra Belgíu vegna öryggisástæðna.

Jan Jambon innanríkisráðherra sagði í belgísku sjónvarpi í dag að lögreglan væri svo upptekin við rannsókn hryðjuverkaárásanna að erfitt gæti reynst að tryggja öryggi göngunnar sem fara átti fram á morgun. Gangan átti að hefjast á Place de la Bourse sem orðið er að minningartorgi um fórnarlömbin.

Skipuleggjendur segja að markmið samúðargöngunnar væri að sýna fram á að Belgar neiti að láta hryðjuverk og hryðjuverkamenn ógna sér. Yfirskrift göngunnar var 'ganga gegn ótta' en ákvaðu skipuleggjendur þó að fresta göngunni að beiðni innanríkisráðherra. Borgarstjóri Brussel studdi beiðni innanríkisráðherra og sagði hann mikilvægt að lögreglan nýtti alla krafta sína til að vinna að rannsókn árásanna.

Brussel er enn í sárum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar í Brussel í síðustu viku þar sem minnst 31 lést og 270 særðust í þremur sprengingum á Zalembek-flugvellinum og Malenbeek-lestarstöðinni.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×