Innlent

CNN furðar sig á fjölda íslenskra barna utan hjónabands

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Um 67% barna á Íslandi fæðast fyrir utan hjónabands samkvæmt CNN.
Um 67% barna á Íslandi fæðast fyrir utan hjónabands samkvæmt CNN. Vísir
Fréttastofan CNN gerði það að umfjöllunarefni sínu nýverið að Ísland væri með hæstu tíðni heims hvað varðar börn sem fæðast utan hjónabands. Samkvæmt upplýsingum CNN eignast ógiftir einstaklingar tvö af hverjum þremur börnum hér á landi.

Blaðamaðurinn Bill Weir er umsjónamaður þáttarins The Wonder List hjá CNN. Hann gerði sér ferð hingað til lands vegna þessa og kemst að þeirri niðurstöðu að sá munur sé á hugsunarhætti hér á landi og í Bandaríkjunum að það sé ekki litið hornauga að vera einstætt foreldri. Hann segir að feminismi sé það ríkjandi hér á landi að íslenskar mæður séu margar hverjar afar stoltar af því að vera einstæðar.

Á vefsíðu CNN birtir hann brot úr þættinum þar sem hann ræðir við parið Bryndísi Evu Ásmundsdóttur og Sigurð Eggertsson. Þau eiga saman fjögur börn með þremur öðrum einstaklingum án nokkurs „samviskubits eða eftirsjár“ eins og hann orðar það.

Bryndís gagnrýnir m.a. hugtakið; „brotin fjölskylda“ í viðtalinu og segir það ekkert endilega vera betra að börn fæðist inn í ástarlaus hjónabönd.

Niðurstaða blaðamanns er sú að íslenskar konur geti, m.a. vegna trúfrelsis, valið sitt eigið líf án þess að vera brennimerktar fyrir barnsburð eða fyrri ástarsambönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×