Enski boltinn

Johnson í fangelsi eftir þrettán daga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Adam Johnson fær að vita þann 24. mars hversu þungan fangelsisdóm hann fær en hann var á dögunum sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Johnson tældi, kyssti og leitaði á fimmtán ára stúlku fyrir rúmu ári síðan. Hann var handtekinn í mars í fyrra en fékk eftir stutt bann samt að spila áfram með Sunderland.

Sjá einnig: Johnson sekur um kynferðisbrot gegn barni

Sunderland rak hann svo frá félaginu þegar hann játaði sekt í tveimur ákæruliðum af fjórum þegar réttarhöldin yfir honum hófust í síðasta mánuði. Forráðamenn Sunderland kváðust ekki hafa vitað af málinu en síðan þá hefur framkvæmdastjóri þess sagt starfi sínu lausu eftir mikla gagnrýni.

Þegar Johnson var sakfelldur sagði dómarinn í málinu að knattspyrnumaðurinn, sem er 28 ára, mætti eiga von á þungum dómi.

Sjá einnig: Fórnarlamb Johnson: Hann brást mér og notaði mig

„Þú verður að gera þér grein fyrir því að þegar þú kemur hingað aftur þá mun þú fá þungan fangelsisdóm,“ sagði hann.

„Þú getur kvatt dóttur þína. Fangelsisdómur þýðir að þú munt ekki sjá hana í nokkurn tíma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×