Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2016 09:00 Guðmundur Jörundsson ætlar ekki að kaupa nýju treyjuna. vísir/vilhelm/anton brink Íslenski hönnuðurinn og tískurisinn Guðmundur Jörundsson, eigandi JÖR, er vægast sagt æfur yfir nýju landsliðstreyju íslensku fótboltalandsliðanna sem kynnt var í gær. Strákarnir okkar munu klæðast þessum nýja búning á Evrópumótinu í sumar þar sem karlalandsliðið verður í fyrsta sinn á stórmóti. Hann er alls ekki sá eini sem er ósáttur við nýju treyjuna sem hönnuð er af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea. Þjóðin hafði sitt að segja um nýja búninginn eins og lesa má hér. Guðmundur var ansi harðorður og skrifaði á Twitter-síðu sína:Ljótleiki þessa búnings fæst ekki lýst með orðum. Þetta er hörmung. Líklegast mannréttindabrot. #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/Cm2cU9cnPu — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Hann bætti svo um betur í viðtali við RÚV þar sem hann sagði: „Ég held að þetta sé ljótasti búningur sem landsliðið hefur verið í og er úr mörgum að velja. Ég varð bara raunverulega reiður þegar ég sá hann.“ Guðmundur segir í viðtalinu við RÚV að hann hafi boðist til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. „En þetta er niðurstaðan. Hver vill líka kaupa þetta? Ekki myndi ég ganga í þessu,“ segir hann. Nýi treyjusamningurinn skilar KSÍ miklum tekjum, en í fyrsta sinn fær KSÍ greitt frá íþróttavöruframleiðanda fyrir að klæðast ákveðnum búningum. Í samtali við Vísi í gær sagði Geir Þorsteinsson að KSÍ fái tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum. Það var fyrirsögn á grein á Vísi, en þetta fannst Guðmundi um það:Mamma þín fær tugi milljóna fyrir spila í nýju treyjunum #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/ASgqb3HTKg — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Kvenna- og unglingalandsliðin byrja að nota nýju treyjuna með hausti, en íslensku liðin munu klæðast nýja búningnum næstu tvö árin. Nýr samningur KSÍ og Errea er til fjögurra ára. Hér fyrir neðan er könnun þar sem lesendur geta sagt skoðun sína á nýja búningnum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Íslenski hönnuðurinn og tískurisinn Guðmundur Jörundsson, eigandi JÖR, er vægast sagt æfur yfir nýju landsliðstreyju íslensku fótboltalandsliðanna sem kynnt var í gær. Strákarnir okkar munu klæðast þessum nýja búning á Evrópumótinu í sumar þar sem karlalandsliðið verður í fyrsta sinn á stórmóti. Hann er alls ekki sá eini sem er ósáttur við nýju treyjuna sem hönnuð er af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea. Þjóðin hafði sitt að segja um nýja búninginn eins og lesa má hér. Guðmundur var ansi harðorður og skrifaði á Twitter-síðu sína:Ljótleiki þessa búnings fæst ekki lýst með orðum. Þetta er hörmung. Líklegast mannréttindabrot. #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/Cm2cU9cnPu — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Hann bætti svo um betur í viðtali við RÚV þar sem hann sagði: „Ég held að þetta sé ljótasti búningur sem landsliðið hefur verið í og er úr mörgum að velja. Ég varð bara raunverulega reiður þegar ég sá hann.“ Guðmundur segir í viðtalinu við RÚV að hann hafi boðist til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. „En þetta er niðurstaðan. Hver vill líka kaupa þetta? Ekki myndi ég ganga í þessu,“ segir hann. Nýi treyjusamningurinn skilar KSÍ miklum tekjum, en í fyrsta sinn fær KSÍ greitt frá íþróttavöruframleiðanda fyrir að klæðast ákveðnum búningum. Í samtali við Vísi í gær sagði Geir Þorsteinsson að KSÍ fái tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum. Það var fyrirsögn á grein á Vísi, en þetta fannst Guðmundi um það:Mamma þín fær tugi milljóna fyrir spila í nýju treyjunum #KSÍ#fotboltinetpic.twitter.com/ASgqb3HTKg — Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 1, 2016 Kvenna- og unglingalandsliðin byrja að nota nýju treyjuna með hausti, en íslensku liðin munu klæðast nýja búningnum næstu tvö árin. Nýr samningur KSÍ og Errea er til fjögurra ára. Hér fyrir neðan er könnun þar sem lesendur geta sagt skoðun sína á nýja búningnum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47 Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30 KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Íslenska þjóðin tjáir sig um nýja búninginn | Aprílgabbið mánuði of snemma? Nýr búningur íslensku fótboltalandsliðanna var formlega kynntur til sögunnar í dag en íslensku strákarnir munu spila í þessum búningi á EM í Frakklandi í sumar. Hvað segir íslenska þjóðin um búninginn? 1. mars 2016 17:47
Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Nýr landsliðsbúningur var kynntur í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í dag. 1. mars 2016 13:30
KSÍ fær tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum Knattspyrnusamband Íslands fær í fyrsta sinn greitt frá búningastyrktaraðila landsliðanna. 1. mars 2016 13:53