Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2016 13:30 Oliver Sigurjónsson í hvítu varatreyjunni, Gunnleifur Gunnleifsson í markvarðartreyjunni og Rakel Hönnudóttir í nýja aðalbúningnum. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning í fótbolta til sögunnar, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar. Nýja treyjan fer í sölu í dag. Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig nota treyjuna næstu tvö árin, en þetta er framtíðarbúningur íslensku landsliðanna. Beðið hefur verið nýja búningnum með nokkurri spennu enda í fyrsta sinn sem karlalandsliðið fer á stórmót. Líkt og undanfarin fjórtán ár er Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea, en KSÍ skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Errea í dag. Strákarnir munu bera eftirnöfnin á baki búninganna, að eigin ósk, en leikmennirnir komu einnig að því að velja landsliðsbúninginn og allan fatnað sem þeir klæðast á Evrópumótinu. Tveir búningar verða í boði fyrir Íslendinga að klæðast í Frakklandi því Tólfan, stuðningsmannahópur íslenska liðsins, er með sínar eigin treyjur. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, í viðtali við Brennsluna í síðasta mánuði. „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“ Ísland hefur leik á Evrópumótinu 14. júní þegar strákarnir okkar mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í St. Étienne.Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning í fótbolta til sögunnar, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar. Nýja treyjan fer í sölu í dag. Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig nota treyjuna næstu tvö árin, en þetta er framtíðarbúningur íslensku landsliðanna. Beðið hefur verið nýja búningnum með nokkurri spennu enda í fyrsta sinn sem karlalandsliðið fer á stórmót. Líkt og undanfarin fjórtán ár er Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea, en KSÍ skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Errea í dag. Strákarnir munu bera eftirnöfnin á baki búninganna, að eigin ósk, en leikmennirnir komu einnig að því að velja landsliðsbúninginn og allan fatnað sem þeir klæðast á Evrópumótinu. Tveir búningar verða í boði fyrir Íslendinga að klæðast í Frakklandi því Tólfan, stuðningsmannahópur íslenska liðsins, er með sínar eigin treyjur. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, í viðtali við Brennsluna í síðasta mánuði. „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“ Ísland hefur leik á Evrópumótinu 14. júní þegar strákarnir okkar mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í St. Étienne.Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira