Þetta er búningurinn sem strákarnir okkar klæðast á EM í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2016 13:30 Oliver Sigurjónsson í hvítu varatreyjunni, Gunnleifur Gunnleifsson í markvarðartreyjunni og Rakel Hönnudóttir í nýja aðalbúningnum. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning í fótbolta til sögunnar, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar. Nýja treyjan fer í sölu í dag. Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig nota treyjuna næstu tvö árin, en þetta er framtíðarbúningur íslensku landsliðanna. Beðið hefur verið nýja búningnum með nokkurri spennu enda í fyrsta sinn sem karlalandsliðið fer á stórmót. Líkt og undanfarin fjórtán ár er Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea, en KSÍ skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Errea í dag. Strákarnir munu bera eftirnöfnin á baki búninganna, að eigin ósk, en leikmennirnir komu einnig að því að velja landsliðsbúninginn og allan fatnað sem þeir klæðast á Evrópumótinu. Tveir búningar verða í boði fyrir Íslendinga að klæðast í Frakklandi því Tólfan, stuðningsmannahópur íslenska liðsins, er með sínar eigin treyjur. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, í viðtali við Brennsluna í síðasta mánuði. „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“ Ísland hefur leik á Evrópumótinu 14. júní þegar strákarnir okkar mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í St. Étienne.Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag nýjan landsliðsbúning í fótbolta til sögunnar, en þetta er treyjan sem strákarnir okkar klæðast á EM í Frakklandi í sumar. Nýja treyjan fer í sölu í dag. Kvennalandsliðið og unglingalandsliðin munu einnig nota treyjuna næstu tvö árin, en þetta er framtíðarbúningur íslensku landsliðanna. Beðið hefur verið nýja búningnum með nokkurri spennu enda í fyrsta sinn sem karlalandsliðið fer á stórmót. Líkt og undanfarin fjórtán ár er Ísland í búningum frá ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea, en KSÍ skrifaði einnig undir nýjan fjögurra ára samning við Errea í dag. Strákarnir munu bera eftirnöfnin á baki búninganna, að eigin ósk, en leikmennirnir komu einnig að því að velja landsliðsbúninginn og allan fatnað sem þeir klæðast á Evrópumótinu. Tveir búningar verða í boði fyrir Íslendinga að klæðast í Frakklandi því Tólfan, stuðningsmannahópur íslenska liðsins, er með sínar eigin treyjur. „Tólfan eru sjálfstæð og frjáls félagasamtök sem eru ekki með neina formlega tengingu við KSÍ. Þeim er auðvitað frjálst að vera með sinn eigin einkennisbúning,“ sagði Ómar Smárason, leyfis- og markaðsstjóri KSÍ, í viðtali við Brennsluna í síðasta mánuði. „Eðlilega myndi Errea vilja að stuðningsmenn íslenska landsliðsins myndu kaupa sér landsliðsbúninginn og vonandi gera þeir það bara.“ Ísland hefur leik á Evrópumótinu 14. júní þegar strákarnir okkar mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal í St. Étienne.Nýju treyjurnar. pic.twitter.com/nyWLCdpAXE— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Part 2. pic.twitter.com/rdq5tJCvYq— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016 Hvað finnst fólki? pic.twitter.com/UolSYLeW2d— Sportið á Vísi (@VisirSport) March 1, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira