Þekkir sjö samkynhneigða leikmenn í ensku úrvalsdeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2016 11:30 Að minnsta kosti sjö leikmenn eru samkynhneigðir í ensku úrvalsdeildinni að sögn Amal Fashanu. Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/getty Breska sjónvarpskonana og fyrirsætan Amal Fashanu segist þekkja sjö samkynhneigða leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Allir eru þeir fastir í grimmum heimi því þeir geta ekki komið út úr skápnum, að hennar sögn. Amal Fashanu var frænka Justins Fashanu, fyrsta leikmannsins sem keyptur var fyrir milljón pund á Englandi. Fashanu spilaði lengst af með Norwich og Nottingham Forest, en ferill hans stóð yfir frá 1978-1997. Hann kom út úr skápnum árið 1991 en tók eigið líf sjö árum síðar. Hann er aðeins annar tveggja leikmanna sem komið hafa út úr skápnum á meðan þeir spiluðu, en hinn er Bandaríkjamaðurinn Robbie Rogers sem opinberaði samkynhneigð sína árið 2013. Rogers spilaði með Leeds á Englandi en er nú leikmaður LA Galaxy í MLS-deildinni.Amal Fashanu er þekkt sjónvarpskona og fyrirsæta á Englandi.vísir/gettyVill ekki vera fótboltamaður „Ég sjálf þekki sjö samkynhneigða leikmenn [í úrvalsdeildinni]. Ég muna aldrei segja hverjir þeir eru. Maður vill vera heiðarlegur og hjálpa þeim en ég bara get það ekki. Fótboltaheimurinn er svo grimmur,“ segir Amal Fashanu í viðtali við BBC. Amal segir stóran hluta vandamálsins vera hversu miklu sviðsljósi fótboltamenn eru í. Og ekki bara þeir sjálfir heldur fjölskyldur þeirra. „Ég vil ekki einu sinni ímynda mér hvernig það er að vera fótboltamaður,“ segir hún. Frændi hennar Justin Fashanu tók eigið líf þegar lögreglan í Maryland í Bandaríkjunum yfirheyrði hann fyrir að fremja kynferðisglæp á 17 ára dreng. Fashanu hafði þá búið í Bandaríkjunum í tvö ár þar sem hann spilaði síðustu ár ferilsins. Fashanu hélt alltaf fram sakleysi sínu, en í bréfi sem hann skildi eftir sig sagði Fashanu að kynlíf hans og drengsins var stundað með fullu samþykki beggja aðila. Amal Fashanu gerði heimildamyndina Britain's Gay Footballers árið 2012. Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira
Breska sjónvarpskonana og fyrirsætan Amal Fashanu segist þekkja sjö samkynhneigða leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildinni. Allir eru þeir fastir í grimmum heimi því þeir geta ekki komið út úr skápnum, að hennar sögn. Amal Fashanu var frænka Justins Fashanu, fyrsta leikmannsins sem keyptur var fyrir milljón pund á Englandi. Fashanu spilaði lengst af með Norwich og Nottingham Forest, en ferill hans stóð yfir frá 1978-1997. Hann kom út úr skápnum árið 1991 en tók eigið líf sjö árum síðar. Hann er aðeins annar tveggja leikmanna sem komið hafa út úr skápnum á meðan þeir spiluðu, en hinn er Bandaríkjamaðurinn Robbie Rogers sem opinberaði samkynhneigð sína árið 2013. Rogers spilaði með Leeds á Englandi en er nú leikmaður LA Galaxy í MLS-deildinni.Amal Fashanu er þekkt sjónvarpskona og fyrirsæta á Englandi.vísir/gettyVill ekki vera fótboltamaður „Ég sjálf þekki sjö samkynhneigða leikmenn [í úrvalsdeildinni]. Ég muna aldrei segja hverjir þeir eru. Maður vill vera heiðarlegur og hjálpa þeim en ég bara get það ekki. Fótboltaheimurinn er svo grimmur,“ segir Amal Fashanu í viðtali við BBC. Amal segir stóran hluta vandamálsins vera hversu miklu sviðsljósi fótboltamenn eru í. Og ekki bara þeir sjálfir heldur fjölskyldur þeirra. „Ég vil ekki einu sinni ímynda mér hvernig það er að vera fótboltamaður,“ segir hún. Frændi hennar Justin Fashanu tók eigið líf þegar lögreglan í Maryland í Bandaríkjunum yfirheyrði hann fyrir að fremja kynferðisglæp á 17 ára dreng. Fashanu hafði þá búið í Bandaríkjunum í tvö ár þar sem hann spilaði síðustu ár ferilsins. Fashanu hélt alltaf fram sakleysi sínu, en í bréfi sem hann skildi eftir sig sagði Fashanu að kynlíf hans og drengsins var stundað með fullu samþykki beggja aðila. Amal Fashanu gerði heimildamyndina Britain's Gay Footballers árið 2012.
Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira