Mögulegt að lagaleg einsleitni ESB víki fyrir sérlausnum Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2016 16:30 David Cameron hefur haft efasemdir um veru Bretlands í ESB en nú hefur hann stigið fram og segist ætla að berjast fyrir því með kjafti og klóm að Bretar verði áfram aðilar að sambandinu. Vísir/Hörður Sveinsson/AFP „Ég held að þetta hafi ekki mikil áhrif á grundvallarþróun bandalagsins en þetta hnykkir á þeirri stöðu að Bretar hafa nú það sem menn kalla „sérstaka stöðu“ innan Evrópusambandsins,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor aðspurður um hvaða áhrif samningurinn um breytta aðildarskilmála Bretlands komi til með að hafa á þróun ESB. Eiríkur segir að það sé ef til vill skýrara en áður að það séu Þjóðverjar, Frakkar og meginlandsríkin sem „stýri þessari skútu, en að Bretar séu enn um borð og taki þátt þó að þeir stigi ögn lengra út á jaðarinn frá því sem áður var.“ Eiríkur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta gæti orðið til þess að einhver hinna 27 aðildarríkja sambandsins fari að líta til þátta í sínum aðildarsamningi sem þeir myndu vilja breyta og hugsanlega vilji fara fram á slíkt „þannig að Evrópusambandið einkennist jafnvel fremur af sérlausnum aðildarríkja heldur en að vera einsleitt í lagalegu tilliti eins og menn hafa leitast við að haga málum.“ Eiríkur segir fréttir gærdagsins og dagsins í dag auka líkurnar á að Bretar kjósi með áframhaldandi ESB-aðild Bretlands. David Cameron forsætisráðherra tilkynnti í morgun að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands að sambandinu fari fram 23. júní næstkomandi. „David Cameron hefur haft efasemdir um veru Bretlands í Evrópusambandinu en nú stígur hann fram og ætlar að berjast fyrir því með kjafti og klóm að Bretar verði áfram inni í Evrópusambandinu. Bretland er land með mjög rótgróna stjórnmálamenningu og þegar forystumennirnir og forsætisráðherrann tekur svo einarða afstöðu með veru Bretlands í Evrópusambandinu þá aukast líkur á að fólk fylgi þeirri línu. Hinn stóri flokkurinn [Verkamannaflokkurinn] er fylgjandi aðild Bretlands en Íhaldsflokkurinn er nú klofinn. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrifamenn innan hans munu stilla sér upp útgöngumegin. Nú þegar hafa nokkrir mjög áhrifamiklir leiðtogar flokksins verið þeim megin, en á meðan forsætisráðherrann og innsti kjarninn ætlar að berjast heilshugar, eins og hann orðaði það í morgun, fyrir veru Bretlands í bandalaginu þá er líklegra að þeir verði áfram. Skoðanakannanir benda þó til að þetta geti farið á hvorn veginn sem er,“ segir Eiríkur. Tengdar fréttir Bretar kjósa um framtíð sína í ESB þann 23. júní David Cameron segir að útganga Bretlands úr ESB myndi ógna efnahagslegu öryggi og þjóðaröryggi landsins. 20. febrúar 2016 13:12 Cameron mun gefa allt í baráttuna fyrir áframhaldandi aðild Bretlands að ESB Forsætisráðherrann breski sagði að Bretland yrði öflugra innan breytts Evrópusambands. 19. febrúar 2016 23:15 Leiðtogafundur ESB: Tusk segir samkomulag í höfn Forseti leiðtogaráðs ESB segir að samkomulag hafi náðst á leiðtogafundi ESB um breytta aðildarskilmála Breta. 19. febrúar 2016 21:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
„Ég held að þetta hafi ekki mikil áhrif á grundvallarþróun bandalagsins en þetta hnykkir á þeirri stöðu að Bretar hafa nú það sem menn kalla „sérstaka stöðu“ innan Evrópusambandsins,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor aðspurður um hvaða áhrif samningurinn um breytta aðildarskilmála Bretlands komi til með að hafa á þróun ESB. Eiríkur segir að það sé ef til vill skýrara en áður að það séu Þjóðverjar, Frakkar og meginlandsríkin sem „stýri þessari skútu, en að Bretar séu enn um borð og taki þátt þó að þeir stigi ögn lengra út á jaðarinn frá því sem áður var.“ Eiríkur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að þetta gæti orðið til þess að einhver hinna 27 aðildarríkja sambandsins fari að líta til þátta í sínum aðildarsamningi sem þeir myndu vilja breyta og hugsanlega vilji fara fram á slíkt „þannig að Evrópusambandið einkennist jafnvel fremur af sérlausnum aðildarríkja heldur en að vera einsleitt í lagalegu tilliti eins og menn hafa leitast við að haga málum.“ Eiríkur segir fréttir gærdagsins og dagsins í dag auka líkurnar á að Bretar kjósi með áframhaldandi ESB-aðild Bretlands. David Cameron forsætisráðherra tilkynnti í morgun að þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Bretlands að sambandinu fari fram 23. júní næstkomandi. „David Cameron hefur haft efasemdir um veru Bretlands í Evrópusambandinu en nú stígur hann fram og ætlar að berjast fyrir því með kjafti og klóm að Bretar verði áfram inni í Evrópusambandinu. Bretland er land með mjög rótgróna stjórnmálamenningu og þegar forystumennirnir og forsætisráðherrann tekur svo einarða afstöðu með veru Bretlands í Evrópusambandinu þá aukast líkur á að fólk fylgi þeirri línu. Hinn stóri flokkurinn [Verkamannaflokkurinn] er fylgjandi aðild Bretlands en Íhaldsflokkurinn er nú klofinn. Við eigum eftir að sjá hvaða áhrifamenn innan hans munu stilla sér upp útgöngumegin. Nú þegar hafa nokkrir mjög áhrifamiklir leiðtogar flokksins verið þeim megin, en á meðan forsætisráðherrann og innsti kjarninn ætlar að berjast heilshugar, eins og hann orðaði það í morgun, fyrir veru Bretlands í bandalaginu þá er líklegra að þeir verði áfram. Skoðanakannanir benda þó til að þetta geti farið á hvorn veginn sem er,“ segir Eiríkur.
Tengdar fréttir Bretar kjósa um framtíð sína í ESB þann 23. júní David Cameron segir að útganga Bretlands úr ESB myndi ógna efnahagslegu öryggi og þjóðaröryggi landsins. 20. febrúar 2016 13:12 Cameron mun gefa allt í baráttuna fyrir áframhaldandi aðild Bretlands að ESB Forsætisráðherrann breski sagði að Bretland yrði öflugra innan breytts Evrópusambands. 19. febrúar 2016 23:15 Leiðtogafundur ESB: Tusk segir samkomulag í höfn Forseti leiðtogaráðs ESB segir að samkomulag hafi náðst á leiðtogafundi ESB um breytta aðildarskilmála Breta. 19. febrúar 2016 21:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Bretar kjósa um framtíð sína í ESB þann 23. júní David Cameron segir að útganga Bretlands úr ESB myndi ógna efnahagslegu öryggi og þjóðaröryggi landsins. 20. febrúar 2016 13:12
Cameron mun gefa allt í baráttuna fyrir áframhaldandi aðild Bretlands að ESB Forsætisráðherrann breski sagði að Bretland yrði öflugra innan breytts Evrópusambands. 19. febrúar 2016 23:15
Leiðtogafundur ESB: Tusk segir samkomulag í höfn Forseti leiðtogaráðs ESB segir að samkomulag hafi náðst á leiðtogafundi ESB um breytta aðildarskilmála Breta. 19. febrúar 2016 21:46